Svona lítur nýr Touareg út Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 13:40 Volkswagen Touareg árgerð 2018. Volkswagen mun hefja framleiðslu á nýrri kynslóð Touareg jeppans í nóvember á þessu ári en nú standa yfir prófanir á bílnum. Náðst hafa myndir af bílnum sem hér sjást og má telja víst að margir verði ánægðir með nýtt útlit jeppans. Framendi hans ber keim af framenda hins nýja flaggskips í fólksbílaflóru Volkswagen, Arteon bílnum, sem ætlað er að leysa af CC bílinn sem hætta mun í framleiðslu. Á myndunum á bílnum hér að ofan og neðan má þó sjá að enn er verið að hylja bílinn að nokkru leiti en engu að síður sést vel heildarútlit bílsins. Ekki er frá því að bíllinn beri nokkuð útlit frá Audi Q7 bílnum, en sumum gæti þó fundist að enn betur hafi tekist til við teiknun þessa bíls. Touareg er með tvöfalt púst að aftan sem gerir hann æði sportlegan. Nýr Touareg er byggður á sama MLB undirvagni og er undir Audi Q7 jeppanum. Touareg verður framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Bratislava í Slóvakíu. Búast má við því að Volkswagen sýni þennan nýja Touareg á bílasýningunni í Frankfürt í september, en þó gæti hann verið sýndur fyrr.Laglegar línur og kraftalegur bíll.Mikil bót frá fyrri gerð.Framendinn minnir á útlit nýs Arteon fólksbíls Volkswagen.Hin laglegasta innrétting. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Volkswagen mun hefja framleiðslu á nýrri kynslóð Touareg jeppans í nóvember á þessu ári en nú standa yfir prófanir á bílnum. Náðst hafa myndir af bílnum sem hér sjást og má telja víst að margir verði ánægðir með nýtt útlit jeppans. Framendi hans ber keim af framenda hins nýja flaggskips í fólksbílaflóru Volkswagen, Arteon bílnum, sem ætlað er að leysa af CC bílinn sem hætta mun í framleiðslu. Á myndunum á bílnum hér að ofan og neðan má þó sjá að enn er verið að hylja bílinn að nokkru leiti en engu að síður sést vel heildarútlit bílsins. Ekki er frá því að bíllinn beri nokkuð útlit frá Audi Q7 bílnum, en sumum gæti þó fundist að enn betur hafi tekist til við teiknun þessa bíls. Touareg er með tvöfalt púst að aftan sem gerir hann æði sportlegan. Nýr Touareg er byggður á sama MLB undirvagni og er undir Audi Q7 jeppanum. Touareg verður framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Bratislava í Slóvakíu. Búast má við því að Volkswagen sýni þennan nýja Touareg á bílasýningunni í Frankfürt í september, en þó gæti hann verið sýndur fyrr.Laglegar línur og kraftalegur bíll.Mikil bót frá fyrri gerð.Framendinn minnir á útlit nýs Arteon fólksbíls Volkswagen.Hin laglegasta innrétting.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent