Dregur Volkswagen saman seglin í boltanum? Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 16:00 Knattspyrnulið Wolfsburg er í eigu Volkswagen. Knattspyrnulið Wolfsburg sem spilað hefur undanfarin ár í efstu deild þýsku Bundesligunnar átti á hættu að detta niður um deild og spilaði umspilsleik við Eintracht Braunschweig um áframhaldandi veru í efstu deild og reyndar vann þann leik. Volkswagen á Wolfsburg knattspyrnuliðið og það hefði verið mikið áfall fyrir íbúa Wolfsburg ef liðið hefði fallið. Um helmingur allra íbúa í Wolfsburg vinnur hjá Volkswagen, en í Wolfsburg eru höfuðstöðvar Volkswagen. Þó betur hafi farið en óttast var er hætt við því að fjárútlát Volkswagen minnki allverulega vegna liðsins og það gæti hentað Volkswagen vel í þeirri fjárhagskrísu sem dísilvélasvindlið hefur skapað fyrirtækinu.Þekkt tenging bílaframleiðenda við knattspyrnufélögTenging bílaframleiðenda við knattspyrnufélög er afar þekkt og til dæmis er General Motors með Chevrolet merki sitt á búningum Manchester United og Fiat hefur löngum verið með eitt af sínum bílamerkjum framan á búningum Juventus. Volkswagen hefur gegnum tíðina eytt ógrynni peninga í Wollfsburg liðið og það hefur verið stolt Volkswagen. Ekki bar sú peningaeyðsla mikinn ávöxt þetta keppnistímabilið. Wolfsburg er fimmta verðmætasta lið þýskrar knattspyrnu þó það hafi ekki sýnt sig á vellinum á nýliðnu keppnistímabili. Það gerði það hinsvegar árið 2015 þegar Wolfsburg vann þýska bikarinn og náði í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar sama ár. Fallið nú er því stórt, þó svo ef Wolfsburg hafi náð að bjarga sér frá falli með sigrinum á Eintracht Braunschweig. Brotthvarf Kevin de Bruyne frá félaginu til Manchester City á vafalaust stóran þátt í brokkgengi félagsins þetta tímabil.Kostar mikið á hverju áriFjárútlát Volkswagen til knattspyrnuliðs Wolfsburg hefur numið um 90 milljónum evra á ári á undanförnum árum og kaup á toppspilurum eins og Andre Schürrle, Julian Draxler og Yunus Malli hefur kostað mikið. Mikil fjárútlát vegna dísilvélasvindlsins gæti stöðvað áframhaldandi fjárútlát til knattspyrnuliðsins og talað er um nýja framtíðarstefnu félagsins með það fyrir augum að ala frekar sjálft upp sína eigin knattspyrnumenn. Slíkt tal bendir eindregið til þess að dagar mikilla fjárútláta til liðsins séu taldir og þá gæti orðið erfitt að komast aftur í hóp þeirra bestu. Ekki er það talið hjálpa til að núverandi forstjóri Volkswagen, Matthias Möller er víst enginn sérstakur knattspyrnuáhugamaður, öndvert við forvera sinn, Martin Winterkorn.Audi á í Bayern Munchen og FC IngolstadtReyndar hefur Volkswagen eitthvað auglýst eða styrkt ein 12 af 18 liðum í þýsku efstu deildinni og hætt er við því að þar verði líka dregið verulega saman. Audi á 9% í Bayern Munchen liðinu, hlut sem það keypti árið 2011 og einnig á Audi 19,9% í FC Ingolstadt liðinu frá heimaborg Audi, en það lið féll úr efstu deildinni þýsku á þessu keppnistímabili. Það undarlegasta við úrslitaleiki Wolfsburg við Eintracht Braunschweig er það að Seat, undirfyrirtæki Volkswagen, styrkir verulega Eintracht Braunschweig liðið. Eintracht Braunschweig mun ekki spila í efstu deild á næsta tímabili, ekki beint skemmtileg staða fyrir Volkswagen Group, en svona er boltinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Knattspyrnulið Wolfsburg sem spilað hefur undanfarin ár í efstu deild þýsku Bundesligunnar átti á hættu að detta niður um deild og spilaði umspilsleik við Eintracht Braunschweig um áframhaldandi veru í efstu deild og reyndar vann þann leik. Volkswagen á Wolfsburg knattspyrnuliðið og það hefði verið mikið áfall fyrir íbúa Wolfsburg ef liðið hefði fallið. Um helmingur allra íbúa í Wolfsburg vinnur hjá Volkswagen, en í Wolfsburg eru höfuðstöðvar Volkswagen. Þó betur hafi farið en óttast var er hætt við því að fjárútlát Volkswagen minnki allverulega vegna liðsins og það gæti hentað Volkswagen vel í þeirri fjárhagskrísu sem dísilvélasvindlið hefur skapað fyrirtækinu.Þekkt tenging bílaframleiðenda við knattspyrnufélögTenging bílaframleiðenda við knattspyrnufélög er afar þekkt og til dæmis er General Motors með Chevrolet merki sitt á búningum Manchester United og Fiat hefur löngum verið með eitt af sínum bílamerkjum framan á búningum Juventus. Volkswagen hefur gegnum tíðina eytt ógrynni peninga í Wollfsburg liðið og það hefur verið stolt Volkswagen. Ekki bar sú peningaeyðsla mikinn ávöxt þetta keppnistímabilið. Wolfsburg er fimmta verðmætasta lið þýskrar knattspyrnu þó það hafi ekki sýnt sig á vellinum á nýliðnu keppnistímabili. Það gerði það hinsvegar árið 2015 þegar Wolfsburg vann þýska bikarinn og náði í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar sama ár. Fallið nú er því stórt, þó svo ef Wolfsburg hafi náð að bjarga sér frá falli með sigrinum á Eintracht Braunschweig. Brotthvarf Kevin de Bruyne frá félaginu til Manchester City á vafalaust stóran þátt í brokkgengi félagsins þetta tímabil.Kostar mikið á hverju áriFjárútlát Volkswagen til knattspyrnuliðs Wolfsburg hefur numið um 90 milljónum evra á ári á undanförnum árum og kaup á toppspilurum eins og Andre Schürrle, Julian Draxler og Yunus Malli hefur kostað mikið. Mikil fjárútlát vegna dísilvélasvindlsins gæti stöðvað áframhaldandi fjárútlát til knattspyrnuliðsins og talað er um nýja framtíðarstefnu félagsins með það fyrir augum að ala frekar sjálft upp sína eigin knattspyrnumenn. Slíkt tal bendir eindregið til þess að dagar mikilla fjárútláta til liðsins séu taldir og þá gæti orðið erfitt að komast aftur í hóp þeirra bestu. Ekki er það talið hjálpa til að núverandi forstjóri Volkswagen, Matthias Möller er víst enginn sérstakur knattspyrnuáhugamaður, öndvert við forvera sinn, Martin Winterkorn.Audi á í Bayern Munchen og FC IngolstadtReyndar hefur Volkswagen eitthvað auglýst eða styrkt ein 12 af 18 liðum í þýsku efstu deildinni og hætt er við því að þar verði líka dregið verulega saman. Audi á 9% í Bayern Munchen liðinu, hlut sem það keypti árið 2011 og einnig á Audi 19,9% í FC Ingolstadt liðinu frá heimaborg Audi, en það lið féll úr efstu deildinni þýsku á þessu keppnistímabili. Það undarlegasta við úrslitaleiki Wolfsburg við Eintracht Braunschweig er það að Seat, undirfyrirtæki Volkswagen, styrkir verulega Eintracht Braunschweig liðið. Eintracht Braunschweig mun ekki spila í efstu deild á næsta tímabili, ekki beint skemmtileg staða fyrir Volkswagen Group, en svona er boltinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent