Lífið

Pétur Jóhann bæjarlistamaður Garðabæjar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Pétur Jóhann er gleðigjafi.
Pétur Jóhann er gleðigjafi.
Pétur Jóhann Sigfússon leikari, handritshöfundur og grínisti, hefur verið valinn bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2017.

Pétur Jóhann glaðbeittur með bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnari Einarssyni.
Hann hefur leikið á sviði í einleiknum Sannleikanum (2008) og verið í uppistandssýningum, nú síðast nú síðast í vor þar sem hann hefur ferðast víða um land með grínsýninguna Pétur Jóhann óheflaður.

Af kvikmyndum sem hann hefur leikið í má nefna Bjarnfreðarson þar sem hann var líka einn af handritshöfundum. Einnig var hann aukaleikari í Astrópíu og aðalleikari í Stóra planinu.

Nýjasta sjónvarpsþáttaverkefni Péturs Jóhanns er Asíski draumurinn, en frá fyrri árum má nefna Spilakvöld, Evrópska drauminn, Heimsendi, Hlemmavideo og Svínasúpuna.

Hann sló í gegn í hinum vinsælu sjónvarpsseríum Næturvaktinni, Fangavaktinni og Dagvaktinni sem einn af aðalleikurum og meðhöfundum. Í vor var hann tilnefndur til Eddu-verðlaunanna sem aukaleikari í þáttaröðinni Borgarstjórinn og árið 2008 hlaut hann Eddu-verðlaunin sem sjónvarpsmaður ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.