Nýir höfundar stíga fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:45 Fríða, Kristján Þór og Pedro Gunnlaugur í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, þar sem afhending styrkjanna fór fram. Vísir/Ernir Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira