Óskhyggja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2017 07:00 Líklegt er að umræða um lögreglu- og öryggismál verði áberandi síðustu dagana í kosningabaráttunni fyrir bresku þingkosningarnar á fimmtudag. Engu að síður er annað mál sem skiptir breska kjósendur miklu meira máli til lengri tíma litið. Það er hvernig vöru- og þjónustuútflutningi Breta verður háttað gagnvart Evrópusambandinu eftir Brexit. Það er óskhyggja að halda að hin aðildarríki Evrópusambandsins séu ekki tilbúin að taka á sig kostnað til að ná pólitískum markmiðum þegar útganga Bretlands úr sambandinu er annars vegar. Hvers vegna ættu þau ekki að gera það? Fyrir sum þessara ríkja er aðildin að Evrópusambandinu samofin tilvist þjóðríkisins sjálfs. Eins og í tilviki langöflugasta ríkis Evrópusambandsins, Þýskalands. Í aðfaraorðum stjórnarskrár Sambandslýðveldisins Þýskalands segir að þýska þjóðin hafi samþykkt hana undir áhrifum þess markmiðs að stuðla að heimsfriði sem aðili að „sameinaðri Evrópu“. Hér er aðildin að Evrópusambandinu ein af grunnforsendum þjóðríkisins. Hversu mikið ætli Þjóðverjar séu tilbúnir að leggja á sig til að verja hugmyndina um sameinaða Evrópu? Hversu mikið ætli aðildarríki sambandsins séu tilbúin að leggja á sig til að tryggja að útganga úr sambandinu sé verra hlutskipti en aðild að því? Um 44 prósent af öllum útflutningi Breta fara til annarra ríkja ESB. Hlutfallið er örlítið lægra þegar „Rotterdam-áhrifin“ hafa verið tekin með í reikninginn. Hér er þá vísað til vara sem stoppa fyrst í Hollandi á leið sinni annað. Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur reglulega sagt að enginn samningur um Brexit sé betri en vondur samningur. Ljóst er að takmörkuð innistæða er fyrir þessu slagorði því án samnings um Brexit eru Bretar án aðgangs að innri markaðnum. Þegar Bretland hættir í Evrópusambandinu segir það skilið við samþættasta fríverslunarnet í heiminum. Um leið hætta vörur framleiddar í Bretlandi að vera vörur innri markaðarins. Þær verða ekki lengur „ESB-vörur“. Af þessu leiðir að semja þarf sérstaklega um flæði þessara vara inn á innri markað Evrópusambandsins. Malcolm Barr hjá JP Morgan hefur útlistað í sérstöku minnisblaði að nauðsynlegt sé að tryggja einhvers konar verklag með samningi til að hægt sé að flytja vörur áfram frá Bretlandi og inn á innri markaðinn. Eitt praktísk vandamál sem Barr bendir á er að fjórðungur af útflutningi Bretlands inn á innri markaðinn fer í gegnum Calais í Frakklandi sem hefur takmarkað svigrúm til að taka á móti, flokka og vinna úr vörusendingum utan ESB. Annað vandamál felst í því að breskir vörubílstjórar munu ekki fá leyfi til að keyra með vörur sínar til ríkja Evrópusambandsins án sérstaks samkomulags. Að þessu virtu er ljóst að allt tal um að „enginn samningur sé betri en vondur samningur“ um Brexit er algjörlega út í bláinn. Án samnings um útgönguna, sem útlistar fyrirkomulag verslunar- og viðskipta við ríki Evrópusambandsins eftir Brexit, munu bresk fyrirtæki og almenningur verða fyrir stórkostlegu tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Líklegt er að umræða um lögreglu- og öryggismál verði áberandi síðustu dagana í kosningabaráttunni fyrir bresku þingkosningarnar á fimmtudag. Engu að síður er annað mál sem skiptir breska kjósendur miklu meira máli til lengri tíma litið. Það er hvernig vöru- og þjónustuútflutningi Breta verður háttað gagnvart Evrópusambandinu eftir Brexit. Það er óskhyggja að halda að hin aðildarríki Evrópusambandsins séu ekki tilbúin að taka á sig kostnað til að ná pólitískum markmiðum þegar útganga Bretlands úr sambandinu er annars vegar. Hvers vegna ættu þau ekki að gera það? Fyrir sum þessara ríkja er aðildin að Evrópusambandinu samofin tilvist þjóðríkisins sjálfs. Eins og í tilviki langöflugasta ríkis Evrópusambandsins, Þýskalands. Í aðfaraorðum stjórnarskrár Sambandslýðveldisins Þýskalands segir að þýska þjóðin hafi samþykkt hana undir áhrifum þess markmiðs að stuðla að heimsfriði sem aðili að „sameinaðri Evrópu“. Hér er aðildin að Evrópusambandinu ein af grunnforsendum þjóðríkisins. Hversu mikið ætli Þjóðverjar séu tilbúnir að leggja á sig til að verja hugmyndina um sameinaða Evrópu? Hversu mikið ætli aðildarríki sambandsins séu tilbúin að leggja á sig til að tryggja að útganga úr sambandinu sé verra hlutskipti en aðild að því? Um 44 prósent af öllum útflutningi Breta fara til annarra ríkja ESB. Hlutfallið er örlítið lægra þegar „Rotterdam-áhrifin“ hafa verið tekin með í reikninginn. Hér er þá vísað til vara sem stoppa fyrst í Hollandi á leið sinni annað. Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur reglulega sagt að enginn samningur um Brexit sé betri en vondur samningur. Ljóst er að takmörkuð innistæða er fyrir þessu slagorði því án samnings um Brexit eru Bretar án aðgangs að innri markaðnum. Þegar Bretland hættir í Evrópusambandinu segir það skilið við samþættasta fríverslunarnet í heiminum. Um leið hætta vörur framleiddar í Bretlandi að vera vörur innri markaðarins. Þær verða ekki lengur „ESB-vörur“. Af þessu leiðir að semja þarf sérstaklega um flæði þessara vara inn á innri markað Evrópusambandsins. Malcolm Barr hjá JP Morgan hefur útlistað í sérstöku minnisblaði að nauðsynlegt sé að tryggja einhvers konar verklag með samningi til að hægt sé að flytja vörur áfram frá Bretlandi og inn á innri markaðinn. Eitt praktísk vandamál sem Barr bendir á er að fjórðungur af útflutningi Bretlands inn á innri markaðinn fer í gegnum Calais í Frakklandi sem hefur takmarkað svigrúm til að taka á móti, flokka og vinna úr vörusendingum utan ESB. Annað vandamál felst í því að breskir vörubílstjórar munu ekki fá leyfi til að keyra með vörur sínar til ríkja Evrópusambandsins án sérstaks samkomulags. Að þessu virtu er ljóst að allt tal um að „enginn samningur sé betri en vondur samningur“ um Brexit er algjörlega út í bláinn. Án samnings um útgönguna, sem útlistar fyrirkomulag verslunar- og viðskipta við ríki Evrópusambandsins eftir Brexit, munu bresk fyrirtæki og almenningur verða fyrir stórkostlegu tjóni.