Sara Björk fékk ekki að fagna titlunum útaf karlaliðinu: Ótrúlega svekkjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:45 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn