Aðhald eða einkafjármagn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2017 07:00 Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar