Góðar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 11:30 Mótettukórinn og Alþjóðlega Barokksveitin í Hallgrímskirkju munu tjalda öllu sem til er á tvennum tónleikum sem framundan eru og fá til liðs við sig söngvara sem ekki eru af verri endanum. H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira