Frumsýning Golf á árlegum Volkswagen degi Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 09:54 Golf fjölskyldan er stór. Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum. Á Volkswagen daginn mætir einnig á svæðið Volkswagen Bjalla í Dune útfærlsu og baðar sig í frumsýningarljósinu með Golf. Bjalla Dune er uppfærð útgáfa af vinsælu Bjöllunni sem hefur um áraraðir vakið mikla lukku hér á Íslandi sem og um allan heim. „Golf er vinsælasti bíllinn okkar og frábært að geta frumsýnt nýjar uppfærslur á sjálfan Volkswagen daginn og vel við hæfi að Bjallan hafi náð til landsins líka,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen, en nýverið var gerð viðamikil uppfærsla á sjöundu kynslóð Golf ásamt andlitslyftingu. „Við erum að frumsýna allar útfærslur nýs Golf sem er nú enn betur búinn en áður. Golf býr yfir mikilli breidd og enginn annar bíll í þessum stærðarflokki fæst í jafnmörgum útgáfum. Stærstu fréttirnar eru ef til vill þær að rafmagnsbíllinn e-Golf er orðinn enn aflmeiri og fer allt að 300 km. á hleðslunni. 300 km. drægni eru frábærar fréttir þar sem margir hafa beðið með að fá sér rafmagnsbíl þar til drægnin væri orðin meiri. Með nýrri rafhlöðu hafa afköstin aukist úr 115 hestöflum í 136 hestöfl og togið er nú 290 Nm, en þrátt fyrir aukningu afls og drægni er orkunotkunin sú sama. Það er einnig gaman að segja frá því að hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem býður upp á hreyfistýringu (gesture control) sem staðalbúnað. Svo er e-Golf auðvitað útblásturslaus og kjörinn kostur fyrir þá sem vilja vistvænan bíl.“ Volkswagen verður ekki eina stjarnan á svæðinu því knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir ætlar að mæta og skrifa undir samning við Volkswagen á Íslandi klukkan tólf og árita myndir fyrir gesti til klukkan hálftvö. Sara Björk varð nýverið tvöfaldur Þýskalandsmeistari með liði sínu Wolfsburg þar sem VW Golf er einmitt framleiddur. Þessa dagana æfir hún stíft fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Hollandi þar sem hún verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu. Hjá Heklu á Laugavegi geta allir sem mæta á Volkswagen daginn á Volkswagen bílnum sínum fengið fría léttskoðun á bílnum fyrir sumarið. „Okkur þykir afar skemmtilegt að geta frumsýnt Golf á Volkswagen deginum og ekki bara á hér á Laugaveginum heldur líka hjá Höldi Akureyri, Bílasölu Selfoss, Bílás Akranesi og Heklu Reykjanesbæ. Við búumst við stuði og stemningu á Volkswagen daginn og hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Jóhann Ingi að lokum. Á boðstólum verður svellkaldur ís frá Valdís, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár, ásamt svaladrykkjum.VW Bjallan í Dune útfærslu. Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum. Á Volkswagen daginn mætir einnig á svæðið Volkswagen Bjalla í Dune útfærlsu og baðar sig í frumsýningarljósinu með Golf. Bjalla Dune er uppfærð útgáfa af vinsælu Bjöllunni sem hefur um áraraðir vakið mikla lukku hér á Íslandi sem og um allan heim. „Golf er vinsælasti bíllinn okkar og frábært að geta frumsýnt nýjar uppfærslur á sjálfan Volkswagen daginn og vel við hæfi að Bjallan hafi náð til landsins líka,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen, en nýverið var gerð viðamikil uppfærsla á sjöundu kynslóð Golf ásamt andlitslyftingu. „Við erum að frumsýna allar útfærslur nýs Golf sem er nú enn betur búinn en áður. Golf býr yfir mikilli breidd og enginn annar bíll í þessum stærðarflokki fæst í jafnmörgum útgáfum. Stærstu fréttirnar eru ef til vill þær að rafmagnsbíllinn e-Golf er orðinn enn aflmeiri og fer allt að 300 km. á hleðslunni. 300 km. drægni eru frábærar fréttir þar sem margir hafa beðið með að fá sér rafmagnsbíl þar til drægnin væri orðin meiri. Með nýrri rafhlöðu hafa afköstin aukist úr 115 hestöflum í 136 hestöfl og togið er nú 290 Nm, en þrátt fyrir aukningu afls og drægni er orkunotkunin sú sama. Það er einnig gaman að segja frá því að hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem býður upp á hreyfistýringu (gesture control) sem staðalbúnað. Svo er e-Golf auðvitað útblásturslaus og kjörinn kostur fyrir þá sem vilja vistvænan bíl.“ Volkswagen verður ekki eina stjarnan á svæðinu því knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir ætlar að mæta og skrifa undir samning við Volkswagen á Íslandi klukkan tólf og árita myndir fyrir gesti til klukkan hálftvö. Sara Björk varð nýverið tvöfaldur Þýskalandsmeistari með liði sínu Wolfsburg þar sem VW Golf er einmitt framleiddur. Þessa dagana æfir hún stíft fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Hollandi þar sem hún verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu. Hjá Heklu á Laugavegi geta allir sem mæta á Volkswagen daginn á Volkswagen bílnum sínum fengið fría léttskoðun á bílnum fyrir sumarið. „Okkur þykir afar skemmtilegt að geta frumsýnt Golf á Volkswagen deginum og ekki bara á hér á Laugaveginum heldur líka hjá Höldi Akureyri, Bílasölu Selfoss, Bílás Akranesi og Heklu Reykjanesbæ. Við búumst við stuði og stemningu á Volkswagen daginn og hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Jóhann Ingi að lokum. Á boðstólum verður svellkaldur ís frá Valdís, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár, ásamt svaladrykkjum.VW Bjallan í Dune útfærslu.
Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent