Ís-band frumsýnir nýjan Fiat Tipo Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 13:20 Fiat Tipo af langbaksgerð. Íslensk-Bandaríska bílaumboð, umboðsaðili Fiat á Íslandi, frumsýnir laugardaginn 10. júní n.k., nýjan Fiat Tipo. Í boði eru tvær vélarstærðir í Tipo, 1400 rúmsentimetra 120 hestafla bensínvél með 6 gíra beinskiptingu og 1600 rúmsentimetra 120 hestafla díselvél með 6 gíra sjálfskiptingu. Fiat Tipo er fáanlegur sem 5 dyra hlaðbakur eða sem skutbíll og hægt er að velja um tvær útfærslur, Easy og Lounge. Báðar útfærslur bjóða upp á ríkulegan staðlabúnað, auk þess sem innra- og farangursrými er eitt hið mesta í þessum stærðarflokki bíla. Sem dæmi má nefna að farangursrými í Fiat Tipo skutbíl eru 520 lítrar. Meðal staðalbúnaðar í Tipo Easy má nefna, 16 álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan og aftan, hita í framsætum, loftkælingu, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, bakkmyndavél, hraðastillir, Bluetooth tengingu ofl. Í Lounge útfærslu eru 17 álfelgur í boði, 7” upplýsingaskjár, regnskynjari, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu svo eitthvað sé nefnt. Verð á Tipo Easy 5 dyra er frá 2.990.000 kr. Tiop Easy skutbíll kostar frá 3.190.000 kr. Allir nýir Fiat bílar eru boðnir með 5 ára ábyrgð. Boðið verður upp á reynsluakstur og rjúkandi heitt Lavazza kaffi verður á könnunni. Sýning Ís-Band verður opin á milli kl. 12 og 17 á laugardaginn. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Íslensk-Bandaríska bílaumboð, umboðsaðili Fiat á Íslandi, frumsýnir laugardaginn 10. júní n.k., nýjan Fiat Tipo. Í boði eru tvær vélarstærðir í Tipo, 1400 rúmsentimetra 120 hestafla bensínvél með 6 gíra beinskiptingu og 1600 rúmsentimetra 120 hestafla díselvél með 6 gíra sjálfskiptingu. Fiat Tipo er fáanlegur sem 5 dyra hlaðbakur eða sem skutbíll og hægt er að velja um tvær útfærslur, Easy og Lounge. Báðar útfærslur bjóða upp á ríkulegan staðlabúnað, auk þess sem innra- og farangursrými er eitt hið mesta í þessum stærðarflokki bíla. Sem dæmi má nefna að farangursrými í Fiat Tipo skutbíl eru 520 lítrar. Meðal staðalbúnaðar í Tipo Easy má nefna, 16 álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan og aftan, hita í framsætum, loftkælingu, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, bakkmyndavél, hraðastillir, Bluetooth tengingu ofl. Í Lounge útfærslu eru 17 álfelgur í boði, 7” upplýsingaskjár, regnskynjari, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu svo eitthvað sé nefnt. Verð á Tipo Easy 5 dyra er frá 2.990.000 kr. Tiop Easy skutbíll kostar frá 3.190.000 kr. Allir nýir Fiat bílar eru boðnir með 5 ára ábyrgð. Boðið verður upp á reynsluakstur og rjúkandi heitt Lavazza kaffi verður á könnunni. Sýning Ís-Band verður opin á milli kl. 12 og 17 á laugardaginn.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent