Áfrýjun til Hæstaréttar ástæða þess að bræðurnir ganga lausir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 14:41 Bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál þeirra var tekið fyrir þar. vísir/anton Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11