„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 16:02 Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir. Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira