Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Aukafréttatími verður klukkan tólf á hádegi í dag á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær.

Úrslitin eru nokkuð óvænt og þykja reiðarslag fyrir May. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir í London þar sem þeir hafa fylgst vel með stöðu mála. Þorbjörn fer yfir þessi stóru pólitísku tíðindi, skoðar viðbrögð ráðamanna og almennings við þeim og spáir í næstu skrefum, sem gætu orðið snúin.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um manndrápsmálið í Mosfellsdal en fimm karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. Þau eru nú í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði.

Ekki missa af aukafréttatíma samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu tólf á hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×