Sport

Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hulda Þorsteinsdóttir vann gull í stangarstökki.
Hulda Þorsteinsdóttir vann gull í stangarstökki. Mynd/ÍSÍ
Ísland vann til næstflestra verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna sem fara nú fram í San Marínó.

Íslensku keppendurnir unnu samtals sex gullverðlaun, þrjú silfur og sex brons. Samtals fimmtán en Lúxemborg trónir á toppnum með átta gull og alls 20 verðlaun.

Þorsteinn Ingvarsson (langstökk), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Ásdís Hjálmsdóttir (spjótkast), Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir (öll sund) unnu öll gullverðlaun í gær eins og fjallað er um hér fyrir neðan.

Í dag hefst keppni í júdó og skotfimi auk þess sem að áfram verður keppt í fjölmörgum greinum, svo sem sundi og körfubolta.

Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur sinn fyrsta leik á mótinu er liðið mætir Möltu. Sá leikur hefst klukkan 13.00 en strákarnir mæta San Marínó klukkan 18.00 í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×