Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 14:51 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09