Erlent

Árásarmaðurinn í Manchester nafngreindur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/epa
*Uppfært klukkan 16.35* - Lögreglan í Manchester hefur staðfest að maðurinn sem grunaður er um að hafa framið ódæðið í Manchester í gær hét Salman Abedi. Hann var 22 ára og lést er hann sprengdi sprengju undir lok tónleika Ariönu Grande.

--------

Maðurinn sem framdi hryðjuverkaárásina í Manchester í gær hét Salman Abedi að því er fréttastofa AP greinir frá.

Segir hún bandaríska embættismenn hafa staðfest þetta við sig eftir að hafa fengiðð upplýsingar frá kollegum sínum í Bretlandi.

Fréttastofa CBS í Bandaríkjunum segist einnig fengið hafa staðfestingu á því að hinn 23 ára gamli Abedi hafi framið árásina og að lögregla hafi haft afskipti af honum áður.

Embættismenn á vegum forsætisráðuneytis Bretlands sögðu við blaðamenn þar í landi að yfirvöld væru enn að reyna að staðfesta hver árásarmaðurinn var.

Greint hefur verið frá því að lögregla telji sig vita hver framdi ódæðið sem varð 22 að bana og særði 59. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina, 23 ára gamall karlmaður.

Á vef Guardian er rætt við ættingja þriggja fórnarlamba árásarinnar, tveggja systra og dóttir annarrar þeirra sem voru viðstödd tónleikana.

Einn þeirra er ekki komin í leitirnar og óttast ættingjarnir það versta. Varð hún viðskila við systur sína og dóttur hennar og hefur ekki heyrst í henni frá því árásin var gerð.

Ættingjarnir segja að systirin og dóttir hennar séu á spítala og að fjarlægja þurfi málmhluti úr líkama þeirra. Bendir það til þess að málmhlutum hafi verið komið fyrir í sprengjunni, sem var heimatilbúin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×