Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Paul Pogba fagnar marki í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Getty Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira