Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Paul Pogba fagnar marki í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Getty Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira