Ford Mustang er mest seldi sportbíllinn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 10:14 Ford Mustang að brenna gúmmíi. Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent