Innlent

Costco-brjálæðið síst í rénun

Jakob Bjarnar skrifar
Landsmenn hafa tekið Costco opnum örmum, þangað liggur stanslaus straumur verslunarglaðra Íslendinga. Svona var staðan rétt fyrir opnun, klukkan 10 í morgun.
Landsmenn hafa tekið Costco opnum örmum, þangað liggur stanslaus straumur verslunarglaðra Íslendinga. Svona var staðan rétt fyrir opnun, klukkan 10 í morgun. visir/kristinn páll
Óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið Costco í Garðabæ opnum örmum. Nú í morgun, skömmu áður en verslunin opnaði, klukkan tíu, náði bílaröðin á aðreinum nánast út að Vífilstöðum. Bílaplanið var þegar orðið fullt. Heimildarmaður Vísis, sem ætlaði að mæta í tíma til að kaupa dekk undir jeppa sinn, þurfti frá að hverfa. Hann vonar að lögreglan grípi hann ekki á tveimur negldum dekkjum.

Þetta er dagur fjögur. Í gær var stanslaus straumur Íslendinga í verslunina og tók það klukkustund bara að komast inn í verslunina. Var slegist um innkaupakerrur fyrir utan verslunina. Þeir sem ætla sér í Costco ættu að hafa tímann fyrir sér og ætla í það minnsta þrjá tíma í ferðina.

Vísir var með beina útsendingu á þriðjudaginn frá Costco, þá er verslunin opnaði og kom þá mörgum á óvart að ekki skyldi vera troðið þá. En, þetta reyndist lognið á undan storminum. Alla næstu daga, hefur verið örtröð og í gær var stanslaus straumur í verslunina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×