Ohf. er bastarður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. maí 2017 07:00 Glæsilegar umbúðir um ársskýrslu RÚV eru vitnisburður um mikið góðæri á þeim bæ. Jafnvel í ríkjandi árferði, þegar smjör drýpur af hverju strái í mörgum atvinnugreinum leyfa fá fyrirtæki sér þann munað sem ársskýrsla RÚV endurspeglar. Táknrænt stærilætið stingur í augu. Á sama tíma berjast aðrir fjölmiðlar í bökkum í harðnandi samkeppni í landamæralausum heimi. Sumum blæðir út. Kostnaðurinn við ársskýrslu RÚV eina myndi duga til að reka minni miðlana mánuðum saman. Óþarft væri að hafa orð á þessu ef leikreglurnar á fjölmiðlamarkaði væru sanngjarnar. Þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag, ohf., losnaði það undan sjálfsögðum skyldum ríkisstofnana en hélt áfram að fá fé úr ríkiskassanum. Ohf. er bastarður sem ekki á rétt á sér. Ríkið á RÚV með húð og hári og því ættu reglur um starfsemi ríkisins að gilda. Stofnunin er hins vegar undanþegin helstu kvöðum sem lagðar eru á ríkisstofnanir. Hún er óháð upplýsingalögum og sjálfdæmið í mannaráðningum er mikið. Samkeppniseftirlitið er tregt til að skipta sér af framferði RÚV á markaði. Um stofnunina gilda sérlög, líkt og um Mjólkursamsöluna, sem gefur RÚV, eins og MS, óeðlilegt olnbogarými í bullandi samkeppni. Þó ætti að fylgjast sérstaklega vel með á mörkuðum sem eru skekktir með ríkispeningum, eins og fjölmiðlamarkaðurinn og verslun með landbúnaðarafurðir. Á árunum 2012 til 2016 fékk RÚV rúma 17 milljarða úr ríkissjóði. Það skapar stofnuninni stöðu sem hún æ ofan í æ hefur nýtt til að valta yfir keppinautana. Sjálfir verða þeir að rísa undir eigin útgjöldum. Mest hefur verið rætt um auglýsingamarkaðinn. En þetta á líka við í samkeppni um dagskrá. Tvíhöfði, ein blómlegasta afurð einkaútvarps á Íslandi, er nýjasta dæmið. Hann er kominn á dagskrá Rásar2. Ekki er við snillingana Jón Gnarr og Sigurjón að sakast. Þeir ráða sig hjá þeim sem býður best. Í ár fær RÚV tæpa fjóra milljarða af skattfé. Í krafti þess getur stofnunin viðhaldið yfirburðastöðu sinni á auglýsingamarkaði. Skipulega sópar hún til sín æ stærri hluta af auglýsingum. Það er bagalegra nú en oft áður því samkeppni á auglýsingamarkaði harðnar ár frá ári á tímum alþjóðlegrar fjölmiðlunar. Ekki er nóg með að RÚV fái beinu framlögin frá ríkinu. Stofnunin fær næstum helming úthlutaðs fjár frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem útdeilir styrkjum til sjónvarpsmyndagerðar fyrir hönd ríkisins. Ekki er gert of mikið úr hlut Kvikmyndamiðstöðvar í fjárlögum ríkisins. Hann er of rýr. Ríkisstyrkir til kvikmyndagerðar skila sér, oft margfalt í beinhörðum peningum en stundum óbeint. En það skýtur skökku við, að tvístyrkja stríðalið RÚV sem ekki þarf að lúta neinum venjulegum rekstrarreglum. Við þurfum gott Ríkisútvarp, sem sinnir fræðslu og menningarhlutverki. En það má ekki valta yfir allt og alla. Einkareknir fjölmiðlar þurfa að dafna líka. Staðan núna er óþolandi. Ríkisútvarpi eru alltof litlar skorður settar. Ríkisstjórnin þykist hliðholl atvinnulífi og einkarekstri. Hún verður að rétta kúrsinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Glæsilegar umbúðir um ársskýrslu RÚV eru vitnisburður um mikið góðæri á þeim bæ. Jafnvel í ríkjandi árferði, þegar smjör drýpur af hverju strái í mörgum atvinnugreinum leyfa fá fyrirtæki sér þann munað sem ársskýrsla RÚV endurspeglar. Táknrænt stærilætið stingur í augu. Á sama tíma berjast aðrir fjölmiðlar í bökkum í harðnandi samkeppni í landamæralausum heimi. Sumum blæðir út. Kostnaðurinn við ársskýrslu RÚV eina myndi duga til að reka minni miðlana mánuðum saman. Óþarft væri að hafa orð á þessu ef leikreglurnar á fjölmiðlamarkaði væru sanngjarnar. Þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag, ohf., losnaði það undan sjálfsögðum skyldum ríkisstofnana en hélt áfram að fá fé úr ríkiskassanum. Ohf. er bastarður sem ekki á rétt á sér. Ríkið á RÚV með húð og hári og því ættu reglur um starfsemi ríkisins að gilda. Stofnunin er hins vegar undanþegin helstu kvöðum sem lagðar eru á ríkisstofnanir. Hún er óháð upplýsingalögum og sjálfdæmið í mannaráðningum er mikið. Samkeppniseftirlitið er tregt til að skipta sér af framferði RÚV á markaði. Um stofnunina gilda sérlög, líkt og um Mjólkursamsöluna, sem gefur RÚV, eins og MS, óeðlilegt olnbogarými í bullandi samkeppni. Þó ætti að fylgjast sérstaklega vel með á mörkuðum sem eru skekktir með ríkispeningum, eins og fjölmiðlamarkaðurinn og verslun með landbúnaðarafurðir. Á árunum 2012 til 2016 fékk RÚV rúma 17 milljarða úr ríkissjóði. Það skapar stofnuninni stöðu sem hún æ ofan í æ hefur nýtt til að valta yfir keppinautana. Sjálfir verða þeir að rísa undir eigin útgjöldum. Mest hefur verið rætt um auglýsingamarkaðinn. En þetta á líka við í samkeppni um dagskrá. Tvíhöfði, ein blómlegasta afurð einkaútvarps á Íslandi, er nýjasta dæmið. Hann er kominn á dagskrá Rásar2. Ekki er við snillingana Jón Gnarr og Sigurjón að sakast. Þeir ráða sig hjá þeim sem býður best. Í ár fær RÚV tæpa fjóra milljarða af skattfé. Í krafti þess getur stofnunin viðhaldið yfirburðastöðu sinni á auglýsingamarkaði. Skipulega sópar hún til sín æ stærri hluta af auglýsingum. Það er bagalegra nú en oft áður því samkeppni á auglýsingamarkaði harðnar ár frá ári á tímum alþjóðlegrar fjölmiðlunar. Ekki er nóg með að RÚV fái beinu framlögin frá ríkinu. Stofnunin fær næstum helming úthlutaðs fjár frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem útdeilir styrkjum til sjónvarpsmyndagerðar fyrir hönd ríkisins. Ekki er gert of mikið úr hlut Kvikmyndamiðstöðvar í fjárlögum ríkisins. Hann er of rýr. Ríkisstyrkir til kvikmyndagerðar skila sér, oft margfalt í beinhörðum peningum en stundum óbeint. En það skýtur skökku við, að tvístyrkja stríðalið RÚV sem ekki þarf að lúta neinum venjulegum rekstrarreglum. Við þurfum gott Ríkisútvarp, sem sinnir fræðslu og menningarhlutverki. En það má ekki valta yfir allt og alla. Einkareknir fjölmiðlar þurfa að dafna líka. Staðan núna er óþolandi. Ríkisútvarpi eru alltof litlar skorður settar. Ríkisstjórnin þykist hliðholl atvinnulífi og einkarekstri. Hún verður að rétta kúrsinn.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun