Það eru allir að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2017 06:00 Sandra María Jessen í leiknum við Noreg í mars. Vísir/Getty Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17