Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2017 14:26 Jón Gnarr segir það lúðalegt að fara í Bónus, en töff að fara í Costco. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, gerði það heyrinkunnugt á Facebook nú fyrir stundu að hann fór í Costco í morgun. „Byrjaði daginn snemma og fór í Costco. Var mættur snemma þannig að það var ekki löng bið. Ég fór þarna um allt og reyndi að skoða sem flest. verð bara að segja að mér leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir fyrrverandi borgarstjóri upprifinn.Var Target-maður úti í Bandaríkjunum Jón segist, þrátt fyrir að hafa verið búsettur úti í Bandaríkjunum, Texas nánar tiltekið, aldrei hafa áður komið í Costco. Hann segist hafa verið meiri Target-maður en annað. „Það sem kom mér einna mest á óvart voru gæðin, mjög mikið af solid, góðu stöffi þótt auðvitað sé drasl inná milli. Verðið er líka allt annað en maður á að venjast á Íslandi. Fann Seba med sápu, sem hefur ekki fengist hér á landi í mörg ár. Ég mun nú beina öllum mínum stóinnkaupum í Costco í framtíðinni og mun líka reyna að forðast að kaupa eldsneyti annarsstaðar,“ segir Jón Gnarr.Bónus-lúðar og Costco-töffarar Ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni að ýmsum finnst nóg um umfjöllun um Costco og ýmsir vilja gera grín að þeim sem fara í Costco. Elísabet Ólafsdóttir bendir á þetta en Jón, sem er í miklu stuði eftir Costco-túrinn, gefur ekkert fyrir það. „Já, sko það er ekki hægt að vera töff í Bónus, þú ert bara lúði um leið og þú labbar þar inn. Johnny Depp gæti ekki einu sinni haldið kúlinu þar jafnvel þótt hann væri í kjötkælinum. En þú getur verið töff í Costco því það er svo mikið erlendis og með kortið ertu hluti af heild og meðlimur í Costco-fjölskyldunni. Það er engin Bónus-fjölskylda eða allavegana enginn sem vill tilheyra þeirri fjölskyldu,“ segir Jón Gnarr. Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Kíkt í körfur í Costco Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit. 27. maí 2017 08:02 Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, gerði það heyrinkunnugt á Facebook nú fyrir stundu að hann fór í Costco í morgun. „Byrjaði daginn snemma og fór í Costco. Var mættur snemma þannig að það var ekki löng bið. Ég fór þarna um allt og reyndi að skoða sem flest. verð bara að segja að mér leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir fyrrverandi borgarstjóri upprifinn.Var Target-maður úti í Bandaríkjunum Jón segist, þrátt fyrir að hafa verið búsettur úti í Bandaríkjunum, Texas nánar tiltekið, aldrei hafa áður komið í Costco. Hann segist hafa verið meiri Target-maður en annað. „Það sem kom mér einna mest á óvart voru gæðin, mjög mikið af solid, góðu stöffi þótt auðvitað sé drasl inná milli. Verðið er líka allt annað en maður á að venjast á Íslandi. Fann Seba med sápu, sem hefur ekki fengist hér á landi í mörg ár. Ég mun nú beina öllum mínum stóinnkaupum í Costco í framtíðinni og mun líka reyna að forðast að kaupa eldsneyti annarsstaðar,“ segir Jón Gnarr.Bónus-lúðar og Costco-töffarar Ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni að ýmsum finnst nóg um umfjöllun um Costco og ýmsir vilja gera grín að þeim sem fara í Costco. Elísabet Ólafsdóttir bendir á þetta en Jón, sem er í miklu stuði eftir Costco-túrinn, gefur ekkert fyrir það. „Já, sko það er ekki hægt að vera töff í Bónus, þú ert bara lúði um leið og þú labbar þar inn. Johnny Depp gæti ekki einu sinni haldið kúlinu þar jafnvel þótt hann væri í kjötkælinum. En þú getur verið töff í Costco því það er svo mikið erlendis og með kortið ertu hluti af heild og meðlimur í Costco-fjölskyldunni. Það er engin Bónus-fjölskylda eða allavegana enginn sem vill tilheyra þeirri fjölskyldu,“ segir Jón Gnarr.
Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Kíkt í körfur í Costco Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit. 27. maí 2017 08:02 Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Kíkt í körfur í Costco Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit. 27. maí 2017 08:02
Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53