Innlent

Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Gnarr segir það lúðalegt að fara í Bónus, en töff að fara í Costco.
Jón Gnarr segir það lúðalegt að fara í Bónus, en töff að fara í Costco.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, gerði það heyrinkunnugt á Facebook nú fyrir stundu að hann fór í Costco í morgun.

„Byrjaði daginn snemma og fór í Costco. Var mættur snemma þannig að það var ekki löng bið. Ég fór þarna um allt og reyndi að skoða sem flest. verð bara að segja að mér leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir fyrrverandi borgarstjóri upprifinn.

Var Target-maður úti í Bandaríkjunum

Jón segist, þrátt fyrir að hafa verið búsettur úti í Bandaríkjunum, Texas nánar tiltekið, aldrei hafa áður komið í Costco. Hann segist hafa verið meiri Target-maður en annað.

„Það sem kom mér einna mest á óvart voru gæðin, mjög mikið af solid, góðu stöffi þótt auðvitað sé drasl inná milli. Verðið er líka allt annað en maður á að venjast á Íslandi. Fann Seba med sápu, sem hefur ekki fengist hér á landi í mörg ár.  Ég mun nú beina öllum mínum stóinnkaupum í Costco í framtíðinni og mun líka reyna að forðast að kaupa eldsneyti annarsstaðar,“ segir Jón Gnarr.

Bónus-lúðar og Costco-töffarar

Ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni að ýmsum finnst nóg um umfjöllun um Costco og ýmsir vilja gera grín að þeim sem fara í Costco. Elísabet Ólafsdóttir bendir á þetta en Jón, sem er í miklu stuði eftir Costco-túrinn, gefur ekkert fyrir það.

„Já, sko það er ekki hægt að vera töff í Bónus, þú ert bara lúði um leið og þú labbar þar inn. Johnny Depp gæti ekki einu sinni haldið kúlinu þar jafnvel þótt hann væri í kjötkælinum. En þú getur verið töff í Costco því það er svo mikið erlendis og með kortið ertu hluti af heild og meðlimur í Costco-fjölskyldunni. Það er engin Bónus-fjölskylda eða allavegana enginn sem vill tilheyra þeirri fjölskyldu,“ segir Jón Gnarr.


Tengdar fréttir

Kíkt í körfur í Costco

Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×