Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar