Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti 10. maí 2017 10:15 Aðalsteinn er fluttur aftur í Eyjafjörðinn. Sýningin byggist upp á hlutum úr eigin neyslu sem venjulega er hent, því sem gengur af,“ segir Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður á Akureyri, um sýninguna Einkasafnið sem hann opnaði í Ketilhúsinu síðasta laugardag. Síðan lýsir hann því stuttlega sem þar ber fyrir augu. „Mesta áherslan er á klæðnað en þar eru líka sýnishorn af hinu og þessu, notaðir kaffipokar, umbúðir – staflar af umbúðum. Ég reyni að hafa þetta snyrtilegt og merki hvenær verkið er innsiglað.“Kaffipokar gegna þýðingarmiklu hlutverki á sýningu Aðalsteins.Sýningin Einkasafnið er stöðutaka í maí 2017 en um langtímaverkefni er að ræða sem staðið hefur yfir frá 2002, að sögn Aðalsteins. Hann kveðst líka vera með ljósmyndir af ýmsu sem hann hefur búið til í sama anda og nefnir kaffipokafjall úti í náttúrunni. „Ég safnaði pokum og bjó til það sem ég kallaði píramída en var náttúrlega haugur. Það tengist allt hugmyndinni um að kíkja á hvað gerist þegar eitthvað verður afgangs. Þetta safn stækkar jafnt og þétt en frekar rólega. En lífræni hlutinn er fyrst og fremst á ljósmyndum. Ég hef ekki farið út í að safna matarleifum í kringum mig hér í Ketilhúsinu. Þeim gæti fylgt lykt og líf!“Munir er meðal verka á Einkasafni Aðalsteins.Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Hann lærði við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður í Hollandi í nítján ár, lengst af í Rotterdam og þar urðu flest listaverkin til. En í fyrravor flutti hann heim í Eyjafjörðinn, hvað kom til? „Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti. Stundum er gaman að kunna málið og hafa sama sans fyrir tilverunni og aðrir í sama umhverfi,“ svarar hann glaðlega. Þegar haft er orð á að hann hafi varðveitt vel norðlenska framburðinn og ætti að geta fallið inn í bæjarbraginn þess vegna segir hann: „Já, maður gerir það nú alltaf að einhverju leyti en sem listamaður líka svolítið á skjön.“ Sýningin Einkasafnið stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin byggist upp á hlutum úr eigin neyslu sem venjulega er hent, því sem gengur af,“ segir Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður á Akureyri, um sýninguna Einkasafnið sem hann opnaði í Ketilhúsinu síðasta laugardag. Síðan lýsir hann því stuttlega sem þar ber fyrir augu. „Mesta áherslan er á klæðnað en þar eru líka sýnishorn af hinu og þessu, notaðir kaffipokar, umbúðir – staflar af umbúðum. Ég reyni að hafa þetta snyrtilegt og merki hvenær verkið er innsiglað.“Kaffipokar gegna þýðingarmiklu hlutverki á sýningu Aðalsteins.Sýningin Einkasafnið er stöðutaka í maí 2017 en um langtímaverkefni er að ræða sem staðið hefur yfir frá 2002, að sögn Aðalsteins. Hann kveðst líka vera með ljósmyndir af ýmsu sem hann hefur búið til í sama anda og nefnir kaffipokafjall úti í náttúrunni. „Ég safnaði pokum og bjó til það sem ég kallaði píramída en var náttúrlega haugur. Það tengist allt hugmyndinni um að kíkja á hvað gerist þegar eitthvað verður afgangs. Þetta safn stækkar jafnt og þétt en frekar rólega. En lífræni hlutinn er fyrst og fremst á ljósmyndum. Ég hef ekki farið út í að safna matarleifum í kringum mig hér í Ketilhúsinu. Þeim gæti fylgt lykt og líf!“Munir er meðal verka á Einkasafni Aðalsteins.Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Hann lærði við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður í Hollandi í nítján ár, lengst af í Rotterdam og þar urðu flest listaverkin til. En í fyrravor flutti hann heim í Eyjafjörðinn, hvað kom til? „Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti. Stundum er gaman að kunna málið og hafa sama sans fyrir tilverunni og aðrir í sama umhverfi,“ svarar hann glaðlega. Þegar haft er orð á að hann hafi varðveitt vel norðlenska framburðinn og ætti að geta fallið inn í bæjarbraginn þess vegna segir hann: „Já, maður gerir það nú alltaf að einhverju leyti en sem listamaður líka svolítið á skjön.“ Sýningin Einkasafnið stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning