Golf í öllum myndum og einn á sterum Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2017 15:15 VW Golf R er sannkallaður brautarbíll með allt sitt afl og veggrip. Síðustu 40 ár hefur eintak af Volkswagen Golf selst á 40 sekúndna fresti í heiminum og á síðustu árum hafa selst yfir 1 milljón eintök af Golf á ári. Það gerir hann næst söluhæstu einstöku bílgerð heims á eftir Toyota Corolla. Golf er orðinn miklu söluhærri bíll en Volkswagen bjallan og hefur selst í um 34 milljón eintökum, en bjallan hefur selst í um 22 milljónum eintaka. Volkswagen Golf hefur frá upphafi höfðað til fjöldans og hann hefur ávallt verið fallega teiknaður bíll. Annað sem gerir Golf að svo vinsælum bíl er í hve mörgum útgáfum má fá hann og þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum.Villidýr í felubúningi Volkswagen Golf fæst nú sem rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll, sportbíll og nánast ofursportbíll í R-gerðinni, auk hefðbundinna aflminni bensín- og dísilknúinna gerða hans. Það voru einmitt þessar 4 gerðir bílsins sem blaðamönnum gafst tækifæri á að prófa á Miðjarhafseyjunni Mallorca á dögunum. Til taks voru Golf GTE tengiltvinnbíllinn, e-Golf rafmagnsbíllinn, Golf GTI sportbíllinn og svo hinn 310 hestafla Golf R, sem er ekkert annað en villidýr í felubúningi. Honum fengum við að kynnast á frábærri akstursbraut sem finna má á eyjunni fögru. Það er eitthvað svo dásamlegt við það að aka Volkswagen Golf, sem í útliti er lítt frábrugðinn hefðbundnum Golf, en er samt 310 öskrandi hestöfl og þvílík spyrnukerra sem þessi bíll er. Þessi R-gerð hans er litlar 4,6 sekúndur í hundraðið og hljóðið sem úr honum kemur minnir hreinlega á fagurt hljóðið úr Porsche 911 Turbo S, þ.e. við inngjöf. Svona bíl er náttúrulega skemmtilegast að aka í braut og það var einmitt það sem þeir Volkswagen menn buðu mannskapnum uppá.Golf R fákarnir tóku sig ekkert illa út í sólinni á Mallorca.Lærdómskúrfa og mýkt Það skemmdi ekki gleðina að veðrið lék við hvurn sinn fingur, 20 stiga hiti og sól skein í heiði, kjörið veður fyrir kappakstur ef sólgleraugun voru til taks. Fyrirkomulagið við brautaraksturinn var á þá lund að fyrir lest þriggja bíla fór undanfari á samskonar bíl en í bílstjórasætinu þar var þaulreyndur kappakstursmaður sem kenndi þeim sem á eftir fóru aksturslínuna, hvar átti að byrja að bremsa og hvernig ekki átti að slást við bílinn, heldur taka eins mjúkt á stýringunni og kostur var. Þegar allar hans upplýsingar höfðu síast inn rann það upp fyrir flestum hvernig best er að aka öflugum bíl í braut, fá sem mest útúr honum og ná sem mestum hraða og það án þess að eyðileggja dekkin eða ofbjóða bremsunum. Í lok nokkurra hringja hrinu var ávallt farinn einn og hálfur hringur til að kæla bremsurnar og veitti víst ekki af.Golf GTE tengitvinnbílar í röðum við flugvöllinn á Mallorca, tilbúnir til prufunar.Gleði með Finnunum Ákveðin heppni var fólgin í því að lenda með finnskum ökumönnum í hópi, en finnar eru almennt mjög góðir ökumenn og því engir dragbítar í hópi. Það sanna finnskir ökumenn svo oft í rallakstri og Formúlu 1 keppnum og ófáir ökumenn þaðan hafa slegið í gegn í akstursíþróttum. Verra er að lenda í hópi t.d. með kínverskum ökumönnum sem hæglega, eða eiginlega alltaf, eyðileggja slíka annars frábæra akstursdaga með því að líkja eftir akstrinum í myndinni “Driving miss Daisy”. Þá fýkur stundum í suma. Þarna voru líka góðir ökumenn frá Danmörku og því sannkölluð norðurlandagleði í brautinni góðu. Golf R fer hæglega í 250 km hraða en slíkur hraði næst ekki í þessari braut þó svo á lengsta kaflanum megi ná í hátt í 200 km hraða, en þá skal bremsað með öflugum hætti með þeim frábæru bremsum sem í þessum bíl er, auðvitað frá Brembo.Golf GTE og Golf GTI raðað upp á áfangastað eftir vænan reynsluakstur.Fyrir þá sem vilja ekki sýnast Bílarnir voru búnir hinni frábáru DSG sjálfskiptingu frá Volkswagen bílafjölskyldunni. Þvílík upptaka sem í þessum bíl er, sem og millihröðun. Hann skortir aldrei afl og það er hreint fáránlegt að hugsa til þess að vera að aka Golf. Þvílíkur bíll. Þeir sem geta hugsað sér að aka brjáluðu aksturstæki án þess að það sjáist svo vel í ytra útliti bílsins ættu að fá sér Golf R og það sem ennþá betra er, hann er ekki svo dýr bíll og kostar rétt ríflega 7 milljónir króna og leit að öðrum bíl með slíku afli fyrir minna fé. Alls ekki verri kostur er að velja hann í langbaksútgáfu sem nú býðst hjá Volkswagen í R-útgáfu og þá lítur hann enn sakleysislegri út og með honum fæst að auki afar gott flutningsrými. Hann er að auki ekki síður fallegur bíll. Golf er til í gríðarmörgum útfærslum og af honum seljast 1 milljón eintök á hverju ári. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Síðustu 40 ár hefur eintak af Volkswagen Golf selst á 40 sekúndna fresti í heiminum og á síðustu árum hafa selst yfir 1 milljón eintök af Golf á ári. Það gerir hann næst söluhæstu einstöku bílgerð heims á eftir Toyota Corolla. Golf er orðinn miklu söluhærri bíll en Volkswagen bjallan og hefur selst í um 34 milljón eintökum, en bjallan hefur selst í um 22 milljónum eintaka. Volkswagen Golf hefur frá upphafi höfðað til fjöldans og hann hefur ávallt verið fallega teiknaður bíll. Annað sem gerir Golf að svo vinsælum bíl er í hve mörgum útgáfum má fá hann og þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum.Villidýr í felubúningi Volkswagen Golf fæst nú sem rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll, sportbíll og nánast ofursportbíll í R-gerðinni, auk hefðbundinna aflminni bensín- og dísilknúinna gerða hans. Það voru einmitt þessar 4 gerðir bílsins sem blaðamönnum gafst tækifæri á að prófa á Miðjarhafseyjunni Mallorca á dögunum. Til taks voru Golf GTE tengiltvinnbíllinn, e-Golf rafmagnsbíllinn, Golf GTI sportbíllinn og svo hinn 310 hestafla Golf R, sem er ekkert annað en villidýr í felubúningi. Honum fengum við að kynnast á frábærri akstursbraut sem finna má á eyjunni fögru. Það er eitthvað svo dásamlegt við það að aka Volkswagen Golf, sem í útliti er lítt frábrugðinn hefðbundnum Golf, en er samt 310 öskrandi hestöfl og þvílík spyrnukerra sem þessi bíll er. Þessi R-gerð hans er litlar 4,6 sekúndur í hundraðið og hljóðið sem úr honum kemur minnir hreinlega á fagurt hljóðið úr Porsche 911 Turbo S, þ.e. við inngjöf. Svona bíl er náttúrulega skemmtilegast að aka í braut og það var einmitt það sem þeir Volkswagen menn buðu mannskapnum uppá.Golf R fákarnir tóku sig ekkert illa út í sólinni á Mallorca.Lærdómskúrfa og mýkt Það skemmdi ekki gleðina að veðrið lék við hvurn sinn fingur, 20 stiga hiti og sól skein í heiði, kjörið veður fyrir kappakstur ef sólgleraugun voru til taks. Fyrirkomulagið við brautaraksturinn var á þá lund að fyrir lest þriggja bíla fór undanfari á samskonar bíl en í bílstjórasætinu þar var þaulreyndur kappakstursmaður sem kenndi þeim sem á eftir fóru aksturslínuna, hvar átti að byrja að bremsa og hvernig ekki átti að slást við bílinn, heldur taka eins mjúkt á stýringunni og kostur var. Þegar allar hans upplýsingar höfðu síast inn rann það upp fyrir flestum hvernig best er að aka öflugum bíl í braut, fá sem mest útúr honum og ná sem mestum hraða og það án þess að eyðileggja dekkin eða ofbjóða bremsunum. Í lok nokkurra hringja hrinu var ávallt farinn einn og hálfur hringur til að kæla bremsurnar og veitti víst ekki af.Golf GTE tengitvinnbílar í röðum við flugvöllinn á Mallorca, tilbúnir til prufunar.Gleði með Finnunum Ákveðin heppni var fólgin í því að lenda með finnskum ökumönnum í hópi, en finnar eru almennt mjög góðir ökumenn og því engir dragbítar í hópi. Það sanna finnskir ökumenn svo oft í rallakstri og Formúlu 1 keppnum og ófáir ökumenn þaðan hafa slegið í gegn í akstursíþróttum. Verra er að lenda í hópi t.d. með kínverskum ökumönnum sem hæglega, eða eiginlega alltaf, eyðileggja slíka annars frábæra akstursdaga með því að líkja eftir akstrinum í myndinni “Driving miss Daisy”. Þá fýkur stundum í suma. Þarna voru líka góðir ökumenn frá Danmörku og því sannkölluð norðurlandagleði í brautinni góðu. Golf R fer hæglega í 250 km hraða en slíkur hraði næst ekki í þessari braut þó svo á lengsta kaflanum megi ná í hátt í 200 km hraða, en þá skal bremsað með öflugum hætti með þeim frábæru bremsum sem í þessum bíl er, auðvitað frá Brembo.Golf GTE og Golf GTI raðað upp á áfangastað eftir vænan reynsluakstur.Fyrir þá sem vilja ekki sýnast Bílarnir voru búnir hinni frábáru DSG sjálfskiptingu frá Volkswagen bílafjölskyldunni. Þvílík upptaka sem í þessum bíl er, sem og millihröðun. Hann skortir aldrei afl og það er hreint fáránlegt að hugsa til þess að vera að aka Golf. Þvílíkur bíll. Þeir sem geta hugsað sér að aka brjáluðu aksturstæki án þess að það sjáist svo vel í ytra útliti bílsins ættu að fá sér Golf R og það sem ennþá betra er, hann er ekki svo dýr bíll og kostar rétt ríflega 7 milljónir króna og leit að öðrum bíl með slíku afli fyrir minna fé. Alls ekki verri kostur er að velja hann í langbaksútgáfu sem nú býðst hjá Volkswagen í R-útgáfu og þá lítur hann enn sakleysislegri út og með honum fæst að auki afar gott flutningsrými. Hann er að auki ekki síður fallegur bíll. Golf er til í gríðarmörgum útfærslum og af honum seljast 1 milljón eintök á hverju ári.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent