Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Haraldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Jarðböðin við Mývatn eru langverðmætasta eign fjárfestingarfélagsins Tækifæris á Akureyri. vísir/auðunn Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira