Förum út fyrir kassann með því að segja sannleika Magnús Guðmundsson skrifar 11. maí 2017 10:00 Þuríður Blær Jóhannesdóttir segist aldrei hafa upplifað jafn duglegt fólk þegar kemur að leikhúsi og Reykjavíkurdætur. Visir/Anton Brink Kristín borgarleikhússtjóri talaði við okkur og sagði: Þið fáið hérna svið, smá pening og tíma og það verður engin ritskoðun,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og ein af Reykjavíkurdætrum, en í kvöld frumsýna þær rappleikinn RVKDTR The Show á Litla sviði Borgarleikhússins í samstarfi við húsið. Blær segir að leikstjóri Reykjavíkurdætra, Kolfinna Nikulásdóttir, hafi svarað tilboði Kristínar með því að spyrja hana hvort hún væri viss um hvað hún væri að gera og fengið skýrt og klárt já, engin ritskoðun til baka.“Rödd kynslóðar Blær segir að Kristín hafi algjörlega staðið við þetta og að þær hafi því hafist handa við að semja rappsöngleik. „En þetta er líka samfélagsleg ádeila og okkar sýn á Ísland í dag.“ En hvað er það sem Reykjavíkurdætur telja brýnast að fjalla um? „Ætli það sé ekki frelsi til þess að segja það sem maður vill. Það er kannski lagalegt málfrelsi á Íslandi en það er ekki alltaf pláss til þess að segja sannleikann í þessu samfélagi. Rappið er okkar leið til þess að segja það sem við þurfum að segja. Rappið er rödd minnar kynslóðar.“ En hvernig semur maður rapp? „Það er mismunandi. Við byrjum kannski á því að fá hugmyndir þegar við erum á leiðinni í partí. Er kannski að mála sig og semja rapp á sama tíma. Setja á sig varalit og búa til rímur. En svo byrjum við stundum með eitthvert konsept og vinnum út frá því. Stundum fáum við sent eitthvert beat og tökum þetta út frá því eða þá að eitthvað brennur á okkur. Þetta er líka frábær leið til þess að takast á við tilfinningar eins og ástarsorg og þá getur maður komist út úr sorginni með því að öskra viðkomandi út fyrir framan fullan sal af fólki. Þá get ég látið hann sem særði mig bera skömmina. Rapp er besta lausnin við öllu,“ segir Blær og bætir við að hún sé í raun algjörlega háð því að rappa.Ekki markmið að stuða Í sýningunni í Borgarleikhúsinu er tekið á mörgu úr samtímanum og það af ólíkum toga. Blær segir að verkið hafi líka í ferlinu tekið stöðugum breytingum. „Það er svo rosalega margt sem við höfum að segja en við höfum líka fengið frábæra aðstoð frá húsinu við að strípa niður í kjarnann. En ég held að þetta sé þannig verk að ólíkt fólk fær mjög svo mismunandi út úr verkinu. Það er ekki þessi eiginlegi söguþráður þarna þar sem Sigga litla átti fötu og síðan sá hún úlfinn og eitthvað svona heldur er söguþráðurinn í undirtextanum. Það er þess vegna sem fólk á eftir að móttaka þetta með ólíkum hætti eftir því hvaðan það kemur úr samfélaginu, hvort það kemur úr rappsenunni, leikhúsinu eða hvaðan sem er, ungt eða gamalt, konur eða karlar.“ Reykjavíkurdætur hneyksluðu marga þegar þær komu fram í Vikunni hjá Gísla Marteini og því ekki úr vegi að spyrja hvort nú sé á ferðinni stuðandi sýning? „Ég held að sumum aðilum finnist þetta ekkert stuðandi og bara skemmtilegt en öðrum á eflaust eftir að finnast þetta stuðandi. En svona eru Reykjavíkurdætur.Við höfðum ekki hugmynd um að við værum að gera eitthvað stuðandi þegar við fórum til Gísla Marteins, vorum bara að haga okkur eins og við gerum á tónleikum, en fólk bara vissi ekki á hverju var von. Það var bara annar hópur að horfa. Auðvitað eiga allir rétt á að móðgast en við fórum ekki með það markmið. Við erum aldrei að reyna að stuða neinn. Við erum bara að segja sannleikann. En við erum raddir sem fá kannski ekki alltaf að heyrast og þá verður fólk hissa á því hvað maður fer langt út fyrir kassann sem maður á að vera hólfaður í.“Rapp og Shakespeare Það mætti ætla að það að vinna í leikhúsi á borð við Borgarleikhúsið feli í sér talsverð viðbrigði fyrir margar Reykjavíkurdætra en Blær segir þó svo ekki vera. „Við erum flestar með einhvers konar tengsl við þetta leikhús. Ég er að vinna hérna og Kolfinna er útskrifaður sviðshöfundur og prófessjónal leikstjóri og síðan eru margar af þessum stelpum leikarabörn. En svo eru sumar með minni tengsl en það er mjög fallegt að sjá hvað þeir sem koma bara með hjartað inn í leikhúsið geta gefið mikið. Það er alveg magnað.“ Blær bendir á að það sé líka stutt á milli leikhússins og rappsins. „Ég held að rapp sé að færast mikið meira inn í performans en það var áður. Einu sinni snerist þetta bara um textana og textameðferðina. En ágætt dæmi er að ég á Shakespeare allt að þakka varðandi það hvað ég er góð að fara með rapptexta. Sömuleiðis er rapp- og tónlistarfólk alltaf að gera sífellt meiri sýningar og segja sögur bæði í lögum og á tónleikum. Í rappinu er hvert einasta lag saga og það er verið að koma einhverju á framfæri alveg eins og í leikhúsinu. Er rapp ekki bara hið nýja leikhús?“ Aðspurð hvort það sé allt klárt fyrir frumsýningu segir Blær það nú ekki vera en að þær vinni hratt og örugglega. „Við erum líka alltaf tilbúnar að grípa hvor aðra ef eitthvað er. Ég hef aldrei upplifað jafn duglegt fólk þegar kemur að leikhúsi og Reykjavíkurdætur. Við erum að kynnast hver annarri á nýjan hátt og mér þykir óendanlega vænt um þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Kristín borgarleikhússtjóri talaði við okkur og sagði: Þið fáið hérna svið, smá pening og tíma og það verður engin ritskoðun,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og ein af Reykjavíkurdætrum, en í kvöld frumsýna þær rappleikinn RVKDTR The Show á Litla sviði Borgarleikhússins í samstarfi við húsið. Blær segir að leikstjóri Reykjavíkurdætra, Kolfinna Nikulásdóttir, hafi svarað tilboði Kristínar með því að spyrja hana hvort hún væri viss um hvað hún væri að gera og fengið skýrt og klárt já, engin ritskoðun til baka.“Rödd kynslóðar Blær segir að Kristín hafi algjörlega staðið við þetta og að þær hafi því hafist handa við að semja rappsöngleik. „En þetta er líka samfélagsleg ádeila og okkar sýn á Ísland í dag.“ En hvað er það sem Reykjavíkurdætur telja brýnast að fjalla um? „Ætli það sé ekki frelsi til þess að segja það sem maður vill. Það er kannski lagalegt málfrelsi á Íslandi en það er ekki alltaf pláss til þess að segja sannleikann í þessu samfélagi. Rappið er okkar leið til þess að segja það sem við þurfum að segja. Rappið er rödd minnar kynslóðar.“ En hvernig semur maður rapp? „Það er mismunandi. Við byrjum kannski á því að fá hugmyndir þegar við erum á leiðinni í partí. Er kannski að mála sig og semja rapp á sama tíma. Setja á sig varalit og búa til rímur. En svo byrjum við stundum með eitthvert konsept og vinnum út frá því. Stundum fáum við sent eitthvert beat og tökum þetta út frá því eða þá að eitthvað brennur á okkur. Þetta er líka frábær leið til þess að takast á við tilfinningar eins og ástarsorg og þá getur maður komist út úr sorginni með því að öskra viðkomandi út fyrir framan fullan sal af fólki. Þá get ég látið hann sem særði mig bera skömmina. Rapp er besta lausnin við öllu,“ segir Blær og bætir við að hún sé í raun algjörlega háð því að rappa.Ekki markmið að stuða Í sýningunni í Borgarleikhúsinu er tekið á mörgu úr samtímanum og það af ólíkum toga. Blær segir að verkið hafi líka í ferlinu tekið stöðugum breytingum. „Það er svo rosalega margt sem við höfum að segja en við höfum líka fengið frábæra aðstoð frá húsinu við að strípa niður í kjarnann. En ég held að þetta sé þannig verk að ólíkt fólk fær mjög svo mismunandi út úr verkinu. Það er ekki þessi eiginlegi söguþráður þarna þar sem Sigga litla átti fötu og síðan sá hún úlfinn og eitthvað svona heldur er söguþráðurinn í undirtextanum. Það er þess vegna sem fólk á eftir að móttaka þetta með ólíkum hætti eftir því hvaðan það kemur úr samfélaginu, hvort það kemur úr rappsenunni, leikhúsinu eða hvaðan sem er, ungt eða gamalt, konur eða karlar.“ Reykjavíkurdætur hneyksluðu marga þegar þær komu fram í Vikunni hjá Gísla Marteini og því ekki úr vegi að spyrja hvort nú sé á ferðinni stuðandi sýning? „Ég held að sumum aðilum finnist þetta ekkert stuðandi og bara skemmtilegt en öðrum á eflaust eftir að finnast þetta stuðandi. En svona eru Reykjavíkurdætur.Við höfðum ekki hugmynd um að við værum að gera eitthvað stuðandi þegar við fórum til Gísla Marteins, vorum bara að haga okkur eins og við gerum á tónleikum, en fólk bara vissi ekki á hverju var von. Það var bara annar hópur að horfa. Auðvitað eiga allir rétt á að móðgast en við fórum ekki með það markmið. Við erum aldrei að reyna að stuða neinn. Við erum bara að segja sannleikann. En við erum raddir sem fá kannski ekki alltaf að heyrast og þá verður fólk hissa á því hvað maður fer langt út fyrir kassann sem maður á að vera hólfaður í.“Rapp og Shakespeare Það mætti ætla að það að vinna í leikhúsi á borð við Borgarleikhúsið feli í sér talsverð viðbrigði fyrir margar Reykjavíkurdætra en Blær segir þó svo ekki vera. „Við erum flestar með einhvers konar tengsl við þetta leikhús. Ég er að vinna hérna og Kolfinna er útskrifaður sviðshöfundur og prófessjónal leikstjóri og síðan eru margar af þessum stelpum leikarabörn. En svo eru sumar með minni tengsl en það er mjög fallegt að sjá hvað þeir sem koma bara með hjartað inn í leikhúsið geta gefið mikið. Það er alveg magnað.“ Blær bendir á að það sé líka stutt á milli leikhússins og rappsins. „Ég held að rapp sé að færast mikið meira inn í performans en það var áður. Einu sinni snerist þetta bara um textana og textameðferðina. En ágætt dæmi er að ég á Shakespeare allt að þakka varðandi það hvað ég er góð að fara með rapptexta. Sömuleiðis er rapp- og tónlistarfólk alltaf að gera sífellt meiri sýningar og segja sögur bæði í lögum og á tónleikum. Í rappinu er hvert einasta lag saga og það er verið að koma einhverju á framfæri alveg eins og í leikhúsinu. Er rapp ekki bara hið nýja leikhús?“ Aðspurð hvort það sé allt klárt fyrir frumsýningu segir Blær það nú ekki vera en að þær vinni hratt og örugglega. „Við erum líka alltaf tilbúnar að grípa hvor aðra ef eitthvað er. Ég hef aldrei upplifað jafn duglegt fólk þegar kemur að leikhúsi og Reykjavíkurdætur. Við erum að kynnast hver annarri á nýjan hátt og mér þykir óendanlega vænt um þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira