Innlent

Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“

Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Frá HB Granda á Akranesi í dag.
Frá HB Granda á Akranesi í dag. vísir/anton brink
„Þetta er ekki flókið, það er bara búið að reka okkur öll,“ segir Elsa Hrönn Gísladóttir, fiskverkakona á Akranesi, en henni var sagt upp vinnunni sinni hjá HB Granda í dag.

Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslunni verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starsfmönnum þetta á fundi á fjórða tímanum í dag.

„Hann stendur þarna uppi og segir við okkur að það séu einhver störf í boði í reykjavík en getur ekki svarað hversu mörg störf það eru hann hefur engin svör,“ segir Elsa sem kveðst ekki bjartsýn á að fá vinnu.

„Þetta er mjög erfitt. Bara eins og það að það er fullt af mömmum þarna inni og hvað eigum við að gera við börnin okkar þegar vinnslan byrjar í Reykjavík klukkan kannski sex á morgnana? [...] Þetta er bara kjánalegt, það er illa að þessu staðið og það eru bara allir ósáttir.“

Hún segir að fólki hafi ekki verið mjög brugðið á fundinum.

„Við fengum  bara staðfestingu á okkar grun. [...] En það er allt svo óljóst, við fengum engin almennileg svör þannig að það er fólk þarna uppi sem er að bíða eftir einhverjum svörum. Þetta er bara ekki gott fyrir svona pláss,“ segir Elsa.

Um 270 starfsmenn starfa nú hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi.


Tengdar fréttir

Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda

Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×