SCG 003 fór létt með metið kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2017 16:25 SCG 003 er greinilega afar hraðskreiður bíll. Stutt er síðan Lamborghini Huracan tók metið kringum Nürburgring brautina af Porsche 918 Spyder og bætti það um 5 sekúndur á tímanum 6:52,01. Allar líkur eru til þess að það met standi ekki lengi því þessi SCG 003 úr smiðju James Glickenhaus á að hafa farið brautina 20 km löngu á 6:40 og því bætt tíma Lamborghini Huracan bílsins um heilar 12 sekúndur. Til þess að það standi sem lögleg bæting þarf þessi bíll að vera götuhæfur og til sölu fyrir almenning. Það hefur þó ekki verið staðfest með þennan tiltekna bíl, þó svo meiningin sé að SCG 003 sé ávallt götuhæfur bíll sem þó má fara með á braut. Hvert eintak af SCG 003 kostar 1,3 milljónir dollara, eða um 140 milljónir króna, svo það er eins gott að hann sé talsvert hæfur er hann mætir á hraðakstursbrautirnar. Forstjóri SCG, James Glickenhaus, telur reyndar að götuhæfur SCG 003S með 800 hestafla vél geti bætt þetta met enn og farið brautina á um 6 mínútum og 30 sekúndum og bætt með því metið á meðal götuhæfra bíla um 22 sekúndur. Vonandi verður gerð atlaga að því bráðlega. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Stutt er síðan Lamborghini Huracan tók metið kringum Nürburgring brautina af Porsche 918 Spyder og bætti það um 5 sekúndur á tímanum 6:52,01. Allar líkur eru til þess að það met standi ekki lengi því þessi SCG 003 úr smiðju James Glickenhaus á að hafa farið brautina 20 km löngu á 6:40 og því bætt tíma Lamborghini Huracan bílsins um heilar 12 sekúndur. Til þess að það standi sem lögleg bæting þarf þessi bíll að vera götuhæfur og til sölu fyrir almenning. Það hefur þó ekki verið staðfest með þennan tiltekna bíl, þó svo meiningin sé að SCG 003 sé ávallt götuhæfur bíll sem þó má fara með á braut. Hvert eintak af SCG 003 kostar 1,3 milljónir dollara, eða um 140 milljónir króna, svo það er eins gott að hann sé talsvert hæfur er hann mætir á hraðakstursbrautirnar. Forstjóri SCG, James Glickenhaus, telur reyndar að götuhæfur SCG 003S með 800 hestafla vél geti bætt þetta met enn og farið brautina á um 6 mínútum og 30 sekúndum og bætt með því metið á meðal götuhæfra bíla um 22 sekúndur. Vonandi verður gerð atlaga að því bráðlega.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent