Porsche 911 verður ekki tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 11:24 Porsche 911 fær ekki Plug-In-Hybrid kerfi. Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent
Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent