Eru saman í liði gegn nauðgunum Guðný Hrönn skrifar 15. maí 2017 07:00 Þórunn Antonía heimsótti Guðna Th. á föstudaginn og sýndi honum límmiðana. Vísir/Eyþór „Örugg skemmtun á að vera í fyrirrúmi í skemmtanabransanum og þannig er það svo sannarlega hjá okkur á Secret Solstice,“ segir Þórunn Antonía, sem vinnur fyrir tónlistarhátíðina, en hún fékk nýverið þá hugmynd að láta útbúa sérstaka límmiða sem límdir eru ofan á glös, með litlu gati fyrir rörið, og koma í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. Skemmtistaðirnir Prikið, B5 og Dillon ætla að taka þátt. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “Var sem betur fer bjargað „Svo eins og öll þjóðin fylgdist ég grannt með Birnu Brjánsdóttur harmleiknum. Það sem sló mig var að ég upplifði að henni hefði verið byrlað þegar ég horfði á myndskeið af henni sem kom í fréttamiðlum, kannski var það ímyndun í mér en það minnti mig á tilfinningu sem ég sjálf hafði upplifað þegar ég var yngri og fékk eitthvað út í drykkinn minn á skemmtistað í London. Þá var fyrsta tilfinning mín þyngsli í fótunum, svo algjört minnisleysi. Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn vann sem dyravörður á skemmtistað þegar ókunnur maður var að bera mig út, sagðist vera kærastinn minn. Hann var stöðvaður og mér komið í örugga höfn. Ég var heppin að þarna var einhver með opin augun. En þetta snýst ekki um mig eða mína sögu, heldur allar þessar sögur sem maður heyrir aftur og aftur,“ útskýrir Þórunn Antonía. „Sama dag og ég heyrði af máli ungu konunnar sem er mér svo kær tók ég við störfum sem kynningarstjóri Secret Solstice. Þá vorum við Sveinn, samstarfsmaður minn, að tala um hversu algengt og sorglegt þetta væri, þessar djammsögur. Sjálfur deildi hann sinni sögu af miklu hugrekki í druslugöngunni fyrir nokkru og þessi málefni eru honum hugleikin. Við í teyminu vorum á leiðinni á fund með auglýsingastofu og vorum að kasta fram hugmyndum og þá kom þetta, mér datt í hug að láta búa til filmu eða miða sem fólk getur sett yfir drykkinn sinn. Þar sem við erum að fara að prenta límmiða og alls konar á annað borð, af hverju ekki að búa til eitthvað sem eykur öryggiskennd, skapar umtal og samstöðu? Því fleiri sem opna augun og fylgjast með og láta sig hag annarra varða, því betra,“ segir Þórunn sem þykir sorglegt að þörf sé á þessu verkefni. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði sem er enn þá fáránlegra og flestum algjörlega óskiljanlegt. Rétt eins og við ættum ekkert að þurfa að læsa bílum eða heimilum okkar af ótta við að það brjótist einhver inn, en þurfum samt að gera það. Það er til fólk sem stelur og það er til fólk sem byrlar og nauðgar. Það er sorglegt en satt.“Við eigum að passa hvert annað„Þetta er bara fyrsta prent og tilraun sem við gerðum í samstarfi við PMT prent. Þeir gáfu okkur 10.000 miða til þess að styrkja málstaðinn og ég vil endilega að barir, veitingahús og útihátíðir hugsi um að láta prenta svona límmiða.“ Þórunn vonast til að verkefnið verði til þess að fleiri geti skemmt sér vel. „Fólk skemmtir sér betur ef það veit að það er gæsla og öryggi og kannski er þetta ágæt viðbót við það. Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað.“ „Ef einhver er ofurölvi þá á maður að bjóða fram hjálp. Þú gætir verið að bjarga lífi. Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring. Ef þú sérð eitthvað, láttu það þig varða.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verkefnisins og tekur þátt í að vekja athygli á því. „Ég settist eiginlega niður harmi slegin og full af eldmóði eftir að ég heyrði sögu um fjölskyldumeðlim og sendi forsetanum bréf með einlægri beiðni um hjálp til að varpa ljósi inn í þennan myrka veruleika, hvort hann vildi vera með í þessari vitundarvakningu. Hann bókaði mig á fund og vildi standa með mér og okkur í þessu verkefni. Ef það er hægt að varpa ljósi á eitthvað sem þarf að tala um, þá á maður að gera það þó óþægilegt og erfitt sé.“ Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Örugg skemmtun á að vera í fyrirrúmi í skemmtanabransanum og þannig er það svo sannarlega hjá okkur á Secret Solstice,“ segir Þórunn Antonía, sem vinnur fyrir tónlistarhátíðina, en hún fékk nýverið þá hugmynd að láta útbúa sérstaka límmiða sem límdir eru ofan á glös, með litlu gati fyrir rörið, og koma í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. Skemmtistaðirnir Prikið, B5 og Dillon ætla að taka þátt. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “Var sem betur fer bjargað „Svo eins og öll þjóðin fylgdist ég grannt með Birnu Brjánsdóttur harmleiknum. Það sem sló mig var að ég upplifði að henni hefði verið byrlað þegar ég horfði á myndskeið af henni sem kom í fréttamiðlum, kannski var það ímyndun í mér en það minnti mig á tilfinningu sem ég sjálf hafði upplifað þegar ég var yngri og fékk eitthvað út í drykkinn minn á skemmtistað í London. Þá var fyrsta tilfinning mín þyngsli í fótunum, svo algjört minnisleysi. Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn vann sem dyravörður á skemmtistað þegar ókunnur maður var að bera mig út, sagðist vera kærastinn minn. Hann var stöðvaður og mér komið í örugga höfn. Ég var heppin að þarna var einhver með opin augun. En þetta snýst ekki um mig eða mína sögu, heldur allar þessar sögur sem maður heyrir aftur og aftur,“ útskýrir Þórunn Antonía. „Sama dag og ég heyrði af máli ungu konunnar sem er mér svo kær tók ég við störfum sem kynningarstjóri Secret Solstice. Þá vorum við Sveinn, samstarfsmaður minn, að tala um hversu algengt og sorglegt þetta væri, þessar djammsögur. Sjálfur deildi hann sinni sögu af miklu hugrekki í druslugöngunni fyrir nokkru og þessi málefni eru honum hugleikin. Við í teyminu vorum á leiðinni á fund með auglýsingastofu og vorum að kasta fram hugmyndum og þá kom þetta, mér datt í hug að láta búa til filmu eða miða sem fólk getur sett yfir drykkinn sinn. Þar sem við erum að fara að prenta límmiða og alls konar á annað borð, af hverju ekki að búa til eitthvað sem eykur öryggiskennd, skapar umtal og samstöðu? Því fleiri sem opna augun og fylgjast með og láta sig hag annarra varða, því betra,“ segir Þórunn sem þykir sorglegt að þörf sé á þessu verkefni. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði sem er enn þá fáránlegra og flestum algjörlega óskiljanlegt. Rétt eins og við ættum ekkert að þurfa að læsa bílum eða heimilum okkar af ótta við að það brjótist einhver inn, en þurfum samt að gera það. Það er til fólk sem stelur og það er til fólk sem byrlar og nauðgar. Það er sorglegt en satt.“Við eigum að passa hvert annað„Þetta er bara fyrsta prent og tilraun sem við gerðum í samstarfi við PMT prent. Þeir gáfu okkur 10.000 miða til þess að styrkja málstaðinn og ég vil endilega að barir, veitingahús og útihátíðir hugsi um að láta prenta svona límmiða.“ Þórunn vonast til að verkefnið verði til þess að fleiri geti skemmt sér vel. „Fólk skemmtir sér betur ef það veit að það er gæsla og öryggi og kannski er þetta ágæt viðbót við það. Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað.“ „Ef einhver er ofurölvi þá á maður að bjóða fram hjálp. Þú gætir verið að bjarga lífi. Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring. Ef þú sérð eitthvað, láttu það þig varða.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verkefnisins og tekur þátt í að vekja athygli á því. „Ég settist eiginlega niður harmi slegin og full af eldmóði eftir að ég heyrði sögu um fjölskyldumeðlim og sendi forsetanum bréf með einlægri beiðni um hjálp til að varpa ljósi inn í þennan myrka veruleika, hvort hann vildi vera með í þessari vitundarvakningu. Hann bókaði mig á fund og vildi standa með mér og okkur í þessu verkefni. Ef það er hægt að varpa ljósi á eitthvað sem þarf að tala um, þá á maður að gera það þó óþægilegt og erfitt sé.“
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira