BMW stærsti lúxusbílasalinn í Kína í apríl Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 09:00 Rífandi gangur hjá BMW í Kína sem stendur. Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent