Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2017 21:30 Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira