Innlent

115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel

Benedikt Bóas skrifar
Skeljungur stendur við Birkimel þar sem stefnt er að því að þrengja götuna.
Skeljungur stendur við Birkimel þar sem stefnt er að því að þrengja götuna. vísir/gva
Kostnaðarmat við að gera hjólastíg við Birkimel er um 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður er um 16 milljónir. Þetta kemur fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg. Vestan megin við Birkimel er gert ráð fyrir tvístefnuhjólastíg milli Hringbrautar og Hagatorgs.

Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem þeir fagna því að gangstéttin við götuna verði lagfærð. Þar kemur einnig fram að vegna mistaka við malbikslögn myndast oft stórir pollar á götunni í rigningum sem veldur því að ítrekað ganga slettur af henni upp á gangstéttina, gangandi vegfarendum til ama og tjóns.

Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við gerð hjólastígsins skiptist niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×