Heilsa til sölu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig,“ sagði Bjarni á Sprengisandi á Bylgjunni. Forsætisráðherra tók þennan málflutning lengra og bar þetta saman við það þegar verktakar sinna verkefnum í vegagerð á grundvelli samninga við ríkið. „Er ekki bara stórhættulegt að menn fái að malbika vegi og séu að stunda einhverja hagnaðarstarfsemi með því og greiði sér arð?“ sagði Bjarni. Ríkisvaldinu er skylt samkvæmt stjórnarskránni að tryggja borgurunum heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða svokölluð jákvæð mannréttindi sem fela í sér athafnaskyldu ríkisvaldsins og koma fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hefur ríkið ekki val um að veita þessa þjónustu og stjórnarskráin bindur hendur löggjafans í þessum efnum. Ljóst er að ríkið getur falið einkaaðilum að veita heilbrigðisþjónustu til að ná markmiðum ákvæðisins. Skyldan felst aðeins í því að þjónustan sé veitt. Þess vegna er staðan sú að talsverður hluti íslenska heilbrigðiskerfisins er rekinn af einkaaðilum í krafti samninga við ríkið. Hér má nefna ýmsar heilsugæslustöðvar, fyrirtæki í eigu sérfræðilækna og heilbrigðisfyrirtæki eins og Klíníkina í Ármúla. Gilda nákvæmlega sömu lögmál um heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu og verkefni sem ríkið kaupir af einkaaðilum? Vegagerðin gerir samninga við verktaka að loknu útboði um að byggja tiltekið samgöngumannvirki fyrir ákveðið verð og verktakinn nýtur góðs af hagnaði sem myndast ef hann er útsjónarsamur og annast verkið fyrir lægri fjárhæð en undirliggjandi samningur hljóðar upp á. Ættu sömu lögmál að gilda um það þegar ríkið gerir samninga um rekstur heilsugæslustöðva og samninga um liðskiptiaðgerðir til að stytta biðlista á Landspítalanum? Gilda sömu sjónarmið um malbikun vega og það þegar mannslífi er bjargað á sjúkrahúsi? Ljóst er að þótt forsætisráðherra sjái engan mun á þessu tvennu er þetta ennþá feimnismál í hans flokki. Þegar flokksbróðir hans Kristján Þór Júlíusson gerði samninga sem heilbrigðisráðherra um rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á síðasta kjörtímabili var það sérstaklega tekið fram að nýjum rekstraraðilum væri bannað að greiða sér arð út úr rekstrinum. Það þótti ekki tilhlýðilegt. Í þessu sambandi má líka velta fyrir sér hvort arðgreiðslur sem renna í vasa lækna sem gera samninga við ríkið séu fjármunir sem hefðu annars nýst inni á Landspítalanum. Eða eru það kannski fjármunir sem hefðu bara tapast þar í slælegum rekstri spítalans og runnið í hítina? Fyrir einhverja er það kannski einföldun að stilla málum svona upp. Það er samt sem áður siðferðilegt álitaefni hvort einstaklingar og lögaðilar eigi rétt á að hagnast fjárhagslega á grundvelli samninga sem ríkisvaldið gerir um kaup á heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig,“ sagði Bjarni á Sprengisandi á Bylgjunni. Forsætisráðherra tók þennan málflutning lengra og bar þetta saman við það þegar verktakar sinna verkefnum í vegagerð á grundvelli samninga við ríkið. „Er ekki bara stórhættulegt að menn fái að malbika vegi og séu að stunda einhverja hagnaðarstarfsemi með því og greiði sér arð?“ sagði Bjarni. Ríkisvaldinu er skylt samkvæmt stjórnarskránni að tryggja borgurunum heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða svokölluð jákvæð mannréttindi sem fela í sér athafnaskyldu ríkisvaldsins og koma fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hefur ríkið ekki val um að veita þessa þjónustu og stjórnarskráin bindur hendur löggjafans í þessum efnum. Ljóst er að ríkið getur falið einkaaðilum að veita heilbrigðisþjónustu til að ná markmiðum ákvæðisins. Skyldan felst aðeins í því að þjónustan sé veitt. Þess vegna er staðan sú að talsverður hluti íslenska heilbrigðiskerfisins er rekinn af einkaaðilum í krafti samninga við ríkið. Hér má nefna ýmsar heilsugæslustöðvar, fyrirtæki í eigu sérfræðilækna og heilbrigðisfyrirtæki eins og Klíníkina í Ármúla. Gilda nákvæmlega sömu lögmál um heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu og verkefni sem ríkið kaupir af einkaaðilum? Vegagerðin gerir samninga við verktaka að loknu útboði um að byggja tiltekið samgöngumannvirki fyrir ákveðið verð og verktakinn nýtur góðs af hagnaði sem myndast ef hann er útsjónarsamur og annast verkið fyrir lægri fjárhæð en undirliggjandi samningur hljóðar upp á. Ættu sömu lögmál að gilda um það þegar ríkið gerir samninga um rekstur heilsugæslustöðva og samninga um liðskiptiaðgerðir til að stytta biðlista á Landspítalanum? Gilda sömu sjónarmið um malbikun vega og það þegar mannslífi er bjargað á sjúkrahúsi? Ljóst er að þótt forsætisráðherra sjái engan mun á þessu tvennu er þetta ennþá feimnismál í hans flokki. Þegar flokksbróðir hans Kristján Þór Júlíusson gerði samninga sem heilbrigðisráðherra um rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á síðasta kjörtímabili var það sérstaklega tekið fram að nýjum rekstraraðilum væri bannað að greiða sér arð út úr rekstrinum. Það þótti ekki tilhlýðilegt. Í þessu sambandi má líka velta fyrir sér hvort arðgreiðslur sem renna í vasa lækna sem gera samninga við ríkið séu fjármunir sem hefðu annars nýst inni á Landspítalanum. Eða eru það kannski fjármunir sem hefðu bara tapast þar í slælegum rekstri spítalans og runnið í hítina? Fyrir einhverja er það kannski einföldun að stilla málum svona upp. Það er samt sem áður siðferðilegt álitaefni hvort einstaklingar og lögaðilar eigi rétt á að hagnast fjárhagslega á grundvelli samninga sem ríkisvaldið gerir um kaup á heilbrigðisþjónustu.