Evrópuráðið ályktar um framtíð MMA Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2017 07:00 Evrópuráðið vill fá allar upplýsingar upp á borðið og skapa þekkingu á MMA fyrir ráðuneyti, MMA samtökin sjálf og fleiri samtök. Íþróttin er orðin feykilega vinsæl hér á landi, þökk sé framgöngu Gunnars Nelson. vísir/vilhelm „Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent