Viðskipti erlent

iPhone sala dregst saman annað árið í röð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á öðrum ársfjórðungi á sínu fjárhagsári seldi Apple 50,76 milljón iPhone síma, en 51,19 milljón eintök seldust á sama tímabili í fyrra.
Á öðrum ársfjórðungi á sínu fjárhagsári seldi Apple 50,76 milljón iPhone síma, en 51,19 milljón eintök seldust á sama tímabili í fyrra. Vísir/Getty
Forsvarsmenn tæknirisans Apple greindu frá því í gær að sala á iPhone snjallsímum hefði dregist saman á öðrum ársfjórðungi. Reuters greinir frá því að vísbendingar séu um að fólk hafi ákveðið að bíða eftir næstu útgáfu af símanum sem er tíu ára afmælisútgáfa hans.

Í kjölfar þess að þetta var tilkynnt lækkuðu hlutabréf um 1,9 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. Á öðrum ársfjórðungi á sínu fjárhagsári seldi Apple 50,76 milljón iPhone síma, en 51,19 milljón eintök seldust á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða annað árið í röð sem salan dregst saman milli ára á þessum fjórðungi.

Spáð hafði verið aukinni sölu milli ára og að 52,27 milljón eintök myndu seljast. Þrátt fyrir að færri eintök seldust jukust tekjur Apple af iPhone sölu á tímabilinu um 1,2 prósent, enda eru símarnir dýrari en áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×