Viðskipti erlent

Markaðir lægri í Bandaríkjunum í kjölfar afkomu Apple

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dow Jones hefur lækkað um 0,07 prósent, S&P 500 vísitalan um 0,24 prósent, og Nasdaq Composite um 0,5 prósent það sem af er degi.
Dow Jones hefur lækkað um 0,07 prósent, S&P 500 vísitalan um 0,24 prósent, og Nasdaq Composite um 0,5 prósent það sem af er degi. Vísir/Getty
Vísitölur helstu hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hafa lækkað það sem eftir er dags. MarketWatch greinir frá því að meðal þess sem hefur lækkað gengi þeirra sé afkoma Apple.

Eins og Vísir greindi frá seldi Apple færri iPhone síma en spáð hafði verið um, markar þetta annað árið í röð sem iPhone sala dregst saman á þessum fjórðungi.

Dow Jones hefur lækkað um 0,07 prósent, S&P 500 vísitalan um 0,24 prósent, og Nasdaq Composite um 0,5 prósent.

Það sem eftir er dags hefur gengi bréfa í Apple lækkað um 0,87 prósent. Í aðdraganda afkomutilkynningar í gær höfðu bréfin hækkað um 2,7 prósent í vikunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×