Skiptastjóri Milestone getur ekkert gert Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Grímur Sigurðsson vísir/gva Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00