Ellingsen valið umboð ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 12:00 Á myndinni eru Arnar Bergmann sölustjóri og Bjarni Ármansson eigandi Ellingsen ehf ásamt stjórnendum BRP. Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent