Saman í þessu Þórlindur Kjartansson skrifar 5. maí 2017 07:00 Fyrir löngu síðan, þegar ég var mjög ungur, var ég í vinnu hjá manni sem ég ber mikla virðingu fyrir þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála honum. Dag einn, þegar yfirmaður minn var í útlöndum, gerði ég að mínu eigin frumkvæði nokkuð sem mér fannst bæði gáfulegt og bráðnauðsynlegt. Þegar yfirmaður minn kom heim komst hann á snoðir um það sem hafði verið í gangi og var lítt hrifinn. Ekki nóg með að honum þætti það sem ég hafði gert heimskulegt og framhleypið—það hafði valdið honum sjálfum umtalsverðum vandræðum. Eins og gefur að skilja var hann ekki sáttur og jós hressilega úr skálum reiði sinnar yfir mig. Ég reyndi að taka því karlmannlega; en innst inni hamaðist hjartað og ég var logandi hræddur um að hafa komið mér í klandur sem engin leið væri úr. Eftir reiðilesturinn var þögn í drykklanga stund—og ég átti ekki von á öðru en að það næsta sem kæmi út úr munninum á honum væri að ég skyldi nú hypja mig og láta ekki sjá mig aftur. En það var ekki það sem hann sagði, heldur sagði hann í bæði rólegum og vingjarnlegum tón: „Jæja. Þú lætur ekki svona vitleysu koma fyrir aftur,“ og bætti svo við: „Við erum saman í þessu.“Dýrmætustu gæðinOft hef ég hugsað til þess töframáttar sem þessi orð höfðu. Við erfiðar aðstæður er það nefnilega ómetanlegt að vita að maður standi ekki einn. Þetta er sammannleg tilfinning og útskýrir líklega af hverju okkur þykir traust vinátta vera meðal þess dýrmætasta sem hægt er að eignast á lífsleiðinni. En við treystum á fleira í lífinu heldur en vináttu- og fjölskyldubönd. Alls kyns frjáls félög, íþróttalið, kirkjur og trúfélög—og jafnvel fyrirtæki, bjóða fólki upp á að tengjast óþvingað lausum eða þéttum samtryggingarböndum. Helsta forsenda þess að fólk binst slíkum böndum er að það finnur sameiginlegan grundvöll; til dæmis í formi áhugamála eða lífsskoðana. En önnur bönd veljum við ekki sjálf. Við búum í umhverfi með alls konar fólki og við byggjum land með alls konar fólki sem við eigum fátt sameiginlegt með annað en búsetuna. Þessi bönd, sem við veljum ekki sjálf, eru líka mikilvæg og mega ekki gleymast.Besta kerfinu spilltEitt af því sem saga 20. aldarinnar leiddi í ljós var að mannréttindasamfélög, þar sem lýðræði, séreignarréttur og frjáls samkeppni ríkja, eru miklu betri en öll önnur samfélagsgerð sem þekkist. Einn mikilvægasti hornsteinninn í þeim samfélögum er aðgangur allra að tækifærum til þess að bæta líf sitt. Auðvitað geta slík samfélög ekki tryggt öllum fullkomið líf, en þau eru svo langtum betri en allt annað sem áður hefur verið reynt að það má kallast ótrúlegt að nú um stundir séu sterkir straumar bæði yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna víða um heim sem vilja kollvarpa þeirri samfélagsskipan. Líklegast er stór ástæða fyrir þessari undiröldu sú staðreynd að á síðustu áratugum hefur misskipting auðs og tækifæra aukist á Vesturlöndum. Stækasta dæmið er örugglega í Bandaríkjunum þar sem efnað fólk sendir börnin sín í fokdýra einkaskóla, býr í hverfum sem eru lokuð almennri umferð og hefur aðgang að lúxus-sjúkrahúsum á meðan fólkið sem þrífur sundlaugarnar sendir börnin sín í vanfjármagnaða opinbera skóla, býr í hættulegum hverfum og hefur ekki efni á því að veikjast. Einn af hornsteinunum er valtur. Þegar heilar kynslóðir hafa alist upp á hvor á sínu farrýminu þá myndast gjá á milli þessara hópa og hætt er við því að þeir sem eru heppnari í lífinu komist ekki hjá því að byrja að trúa því að þeir séu líka betri. Smám saman molnar undan þeirri tilfinningu að allir þurfi að standa saman við að bæta menntakerfið, heilbrigðiskerfið og réttarkerfið. Í stað þess að gæta bróður síns er hver sjálfum sér næstur.Verum saman í þessuFlestir geta fullkomlega sætt sig við það að sumir séu ríkari en aðrir og jafnvel að einhverjir séu ofurríkir—ef þeir hafa til þess unnið. Fólk er almennt ekki svo þjakað af öfund að það geti ekki unnt duglegu og uppáfinningasömu fólki launa hugvits síns og erfiðis. En þegar lánsamari hluti fólks ákveður hins að nýta hvert tækifæri til þess að öskra á meðbræður sína: „Við erum sko alls ekki saman í þessu,“ þá er öll sátt rofin. Hér á landi þurfum við að varðveita og styrkja þessa samkennd. Ef ekki þá er hætt við því að fólk missi trúna á það að samfélagið sé réttlátt og þess virði að standa vörð um. Jafnvel hörðustu hægrimenn og einkavæðingarsinnar þurfa því að hafa í huga að þegar öllu er á botninn hvolft— og þegar á reynir—þá erum við öll saman í þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Fyrir löngu síðan, þegar ég var mjög ungur, var ég í vinnu hjá manni sem ég ber mikla virðingu fyrir þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála honum. Dag einn, þegar yfirmaður minn var í útlöndum, gerði ég að mínu eigin frumkvæði nokkuð sem mér fannst bæði gáfulegt og bráðnauðsynlegt. Þegar yfirmaður minn kom heim komst hann á snoðir um það sem hafði verið í gangi og var lítt hrifinn. Ekki nóg með að honum þætti það sem ég hafði gert heimskulegt og framhleypið—það hafði valdið honum sjálfum umtalsverðum vandræðum. Eins og gefur að skilja var hann ekki sáttur og jós hressilega úr skálum reiði sinnar yfir mig. Ég reyndi að taka því karlmannlega; en innst inni hamaðist hjartað og ég var logandi hræddur um að hafa komið mér í klandur sem engin leið væri úr. Eftir reiðilesturinn var þögn í drykklanga stund—og ég átti ekki von á öðru en að það næsta sem kæmi út úr munninum á honum væri að ég skyldi nú hypja mig og láta ekki sjá mig aftur. En það var ekki það sem hann sagði, heldur sagði hann í bæði rólegum og vingjarnlegum tón: „Jæja. Þú lætur ekki svona vitleysu koma fyrir aftur,“ og bætti svo við: „Við erum saman í þessu.“Dýrmætustu gæðinOft hef ég hugsað til þess töframáttar sem þessi orð höfðu. Við erfiðar aðstæður er það nefnilega ómetanlegt að vita að maður standi ekki einn. Þetta er sammannleg tilfinning og útskýrir líklega af hverju okkur þykir traust vinátta vera meðal þess dýrmætasta sem hægt er að eignast á lífsleiðinni. En við treystum á fleira í lífinu heldur en vináttu- og fjölskyldubönd. Alls kyns frjáls félög, íþróttalið, kirkjur og trúfélög—og jafnvel fyrirtæki, bjóða fólki upp á að tengjast óþvingað lausum eða þéttum samtryggingarböndum. Helsta forsenda þess að fólk binst slíkum böndum er að það finnur sameiginlegan grundvöll; til dæmis í formi áhugamála eða lífsskoðana. En önnur bönd veljum við ekki sjálf. Við búum í umhverfi með alls konar fólki og við byggjum land með alls konar fólki sem við eigum fátt sameiginlegt með annað en búsetuna. Þessi bönd, sem við veljum ekki sjálf, eru líka mikilvæg og mega ekki gleymast.Besta kerfinu spilltEitt af því sem saga 20. aldarinnar leiddi í ljós var að mannréttindasamfélög, þar sem lýðræði, séreignarréttur og frjáls samkeppni ríkja, eru miklu betri en öll önnur samfélagsgerð sem þekkist. Einn mikilvægasti hornsteinninn í þeim samfélögum er aðgangur allra að tækifærum til þess að bæta líf sitt. Auðvitað geta slík samfélög ekki tryggt öllum fullkomið líf, en þau eru svo langtum betri en allt annað sem áður hefur verið reynt að það má kallast ótrúlegt að nú um stundir séu sterkir straumar bæði yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna víða um heim sem vilja kollvarpa þeirri samfélagsskipan. Líklegast er stór ástæða fyrir þessari undiröldu sú staðreynd að á síðustu áratugum hefur misskipting auðs og tækifæra aukist á Vesturlöndum. Stækasta dæmið er örugglega í Bandaríkjunum þar sem efnað fólk sendir börnin sín í fokdýra einkaskóla, býr í hverfum sem eru lokuð almennri umferð og hefur aðgang að lúxus-sjúkrahúsum á meðan fólkið sem þrífur sundlaugarnar sendir börnin sín í vanfjármagnaða opinbera skóla, býr í hættulegum hverfum og hefur ekki efni á því að veikjast. Einn af hornsteinunum er valtur. Þegar heilar kynslóðir hafa alist upp á hvor á sínu farrýminu þá myndast gjá á milli þessara hópa og hætt er við því að þeir sem eru heppnari í lífinu komist ekki hjá því að byrja að trúa því að þeir séu líka betri. Smám saman molnar undan þeirri tilfinningu að allir þurfi að standa saman við að bæta menntakerfið, heilbrigðiskerfið og réttarkerfið. Í stað þess að gæta bróður síns er hver sjálfum sér næstur.Verum saman í þessuFlestir geta fullkomlega sætt sig við það að sumir séu ríkari en aðrir og jafnvel að einhverjir séu ofurríkir—ef þeir hafa til þess unnið. Fólk er almennt ekki svo þjakað af öfund að það geti ekki unnt duglegu og uppáfinningasömu fólki launa hugvits síns og erfiðis. En þegar lánsamari hluti fólks ákveður hins að nýta hvert tækifæri til þess að öskra á meðbræður sína: „Við erum sko alls ekki saman í þessu,“ þá er öll sátt rofin. Hér á landi þurfum við að varðveita og styrkja þessa samkennd. Ef ekki þá er hætt við því að fólk missi trúna á það að samfélagið sé réttlátt og þess virði að standa vörð um. Jafnvel hörðustu hægrimenn og einkavæðingarsinnar þurfa því að hafa í huga að þegar öllu er á botninn hvolft— og þegar á reynir—þá erum við öll saman í þessu.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun