Lancer kvaddur með viðhafnarútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 09:45 Mitsubishi Lancer af 2017 árgerð. Mitsubishi mun hætta framleiðslu á Lancer bíl sínum í ágúst á þessu ári og lýkur þar með 44 ára framleiðslusögu hans, en fyrsta gerð Lancer kom á göturnar árið 1973. Ástæðan fyrir því að Mitsubishi hættir framleiðslu Lancer er sú að fyrirtækið ætlar að einbeita sér að framleiðslu jepplinga, sem seljast mun betur en fólksbílar nú. Alls hafa verið framleidd um 7 milljón eintök af tíu kynslóðum Lancer bílsins. Það sem bílaáhugamenn munu mest sjá eftir er kraftaútgáfa bílsins, Lancer Evolution, sem er 300 hestafla kraftakerra og hefur ávallt þótt frábær bíll sem í grunnútgáfu er nánast tilbúinn í erfiðustu rallkeppnir. Mitsubishi ætlar þó að kveðja Lancer með stæl og bjóða síðustu gerð hans í viðhafnarútgáfu, „Limited Edition“ og verður hann flottari og betur búinn en hefðbundinn Lancer. Hann verður með svart þak og topplúgu, á 16 tommu áfelgum, svörtum sætum með rauðstöguðum tvinna, en hann prýðir einnig stýrið, armhvíluna og fleiri staði. Pedalarnir eru úr glansandi áli og að utan eru ýmsar breytingar á grilli, stuðurum, hliðarspeglum og á fleiri stöðum sem aðgreina þessa viðhafnarútgáfu frá eldri gerð. Engin breyting er þó undir húddinu á Lancer, hann verður áfram með 148 hestafla, 2,0 lítra bensínvél sem tengd er CVT-skiptingu. Verðið á þessum bíl verður aðeins 20.660 dollarar í Bandaríkjunum, eða innan við 2,2 milljónir króna. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent
Mitsubishi mun hætta framleiðslu á Lancer bíl sínum í ágúst á þessu ári og lýkur þar með 44 ára framleiðslusögu hans, en fyrsta gerð Lancer kom á göturnar árið 1973. Ástæðan fyrir því að Mitsubishi hættir framleiðslu Lancer er sú að fyrirtækið ætlar að einbeita sér að framleiðslu jepplinga, sem seljast mun betur en fólksbílar nú. Alls hafa verið framleidd um 7 milljón eintök af tíu kynslóðum Lancer bílsins. Það sem bílaáhugamenn munu mest sjá eftir er kraftaútgáfa bílsins, Lancer Evolution, sem er 300 hestafla kraftakerra og hefur ávallt þótt frábær bíll sem í grunnútgáfu er nánast tilbúinn í erfiðustu rallkeppnir. Mitsubishi ætlar þó að kveðja Lancer með stæl og bjóða síðustu gerð hans í viðhafnarútgáfu, „Limited Edition“ og verður hann flottari og betur búinn en hefðbundinn Lancer. Hann verður með svart þak og topplúgu, á 16 tommu áfelgum, svörtum sætum með rauðstöguðum tvinna, en hann prýðir einnig stýrið, armhvíluna og fleiri staði. Pedalarnir eru úr glansandi áli og að utan eru ýmsar breytingar á grilli, stuðurum, hliðarspeglum og á fleiri stöðum sem aðgreina þessa viðhafnarútgáfu frá eldri gerð. Engin breyting er þó undir húddinu á Lancer, hann verður áfram með 148 hestafla, 2,0 lítra bensínvél sem tengd er CVT-skiptingu. Verðið á þessum bíl verður aðeins 20.660 dollarar í Bandaríkjunum, eða innan við 2,2 milljónir króna.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent