Porsche 911 GT3 nær 7:12,7 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 16:00 Porsche 911 GT3 á Nürburgring brautinni um daginn. Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent