Rafmagnsbílar Volkswagen eiga að verða á sama verði og aðrir bílar Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2017 10:11 Einn hugmyndabíla Volkswagen með rafmagnsdrifrás. Mikil áhersla er nú hjá Volkswagen á framleiðslu rafmagnsbíla og telur Volkswagen nauðsynlegt að þeir bjóðist á svipuðu verði og aðrir bílar fyrirtækisins með hefðbundnar brunavélar. Algengt er að rafmagnsbílaútfærslur annarra bílaframleiðenda séu nokkru dýrari en hefðbundnar gerðir þeirra, en það telur Volkswagen ekki viðunandi svo að kaupendur geti hugsað sér að skipta yfir í rafmagnsbíla. Volkswagen telur mjög nauðsynlegt að verð rafmagnsbíla sé á pari við aðra bíla og það muni breyta miklu varðandi umskipti yfir í rafmagnsbíla. Þessi stafna Volkswagen rímar að nokkru við stefnu Tesla með nýjasta bíl sinn, Model 3 sem kosta á um 35.000 dollara og verða fyrir vikið álíka dýr bíll og samskonar stærð bíla með brunavélar. Margir telja að Volkswagen sé nokkrum skrefum á eftir Tesla varðandi framleiðslu á rafmagnsbílum en muni hinsvegar brátt ná Tesla í þeirri viðleitni að framleiða samkeppnishæfa rafmagnsbíla, enda muni stærð og styrkur þessa stærsta bílaframleiðanda heims hjálpa mjög til þess að ná Tesla í þeim efnum. Volkswagen hefur bolmagn til að setja gríðarlega fjármuni í þróun rafmagnsbíla og mun í leiðinni draga mikið úr þróun dísilknúinna bíla og líklega í leiðinni bensínknúinna bíla með tilkomu fleiri rafmagnsbíla. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Mikil áhersla er nú hjá Volkswagen á framleiðslu rafmagnsbíla og telur Volkswagen nauðsynlegt að þeir bjóðist á svipuðu verði og aðrir bílar fyrirtækisins með hefðbundnar brunavélar. Algengt er að rafmagnsbílaútfærslur annarra bílaframleiðenda séu nokkru dýrari en hefðbundnar gerðir þeirra, en það telur Volkswagen ekki viðunandi svo að kaupendur geti hugsað sér að skipta yfir í rafmagnsbíla. Volkswagen telur mjög nauðsynlegt að verð rafmagnsbíla sé á pari við aðra bíla og það muni breyta miklu varðandi umskipti yfir í rafmagnsbíla. Þessi stafna Volkswagen rímar að nokkru við stefnu Tesla með nýjasta bíl sinn, Model 3 sem kosta á um 35.000 dollara og verða fyrir vikið álíka dýr bíll og samskonar stærð bíla með brunavélar. Margir telja að Volkswagen sé nokkrum skrefum á eftir Tesla varðandi framleiðslu á rafmagnsbílum en muni hinsvegar brátt ná Tesla í þeirri viðleitni að framleiða samkeppnishæfa rafmagnsbíla, enda muni stærð og styrkur þessa stærsta bílaframleiðanda heims hjálpa mjög til þess að ná Tesla í þeim efnum. Volkswagen hefur bolmagn til að setja gríðarlega fjármuni í þróun rafmagnsbíla og mun í leiðinni draga mikið úr þróun dísilknúinna bíla og líklega í leiðinni bensínknúinna bíla með tilkomu fleiri rafmagnsbíla.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent