Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast Guðný Hrönn skrifar 24. apríl 2017 21:30 Ricky Gervais kom fram í Hörpu á fimmtudaginn og föstudaginn. VÍSIR/HANNA Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar? Gervais gerði ekkert byltingarkennt í uppistandi sínu í Hörpu. En það var líka algjör óþarfi því það sem hann gerir, það gerir hann svo vel og fagmannlega þannig að maður fær nákvæmlega það sem maður býst við að fá. Gervais var greinilega búinn að gera smá heimavinnu áður en hann steig á svið á Hörpu og kom aðeins inn á íslensku þjóðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Hann virtist innilega sáttur með að vera hér á landi og áhugasamur og þakklátur fyrir hlýjar móttökur. En talandi um heimavinnu, það er einmitt það sem hann gerir svo vel. Hann vinnur heimavinnuna sína og gerir ekki grín af neinu nema vita hvað hann er að tala um. Það fer ekki á milli mála að Gervais er fróður og áhugasamur um allt það sem hann fjallar um í sýningum sínum. Hann segir vissulega marga grófa brandara en þeir hafa alltaf einhvern boðskap. Og ég tel að jafnvel þó hann væri ekki fyndinn fyrir fimm aur þá myndi hann samt sem áður ná að halda athygli áhorfenda þar sem það sem hann segir er oftar en ekki afar áhugavert. Gervais er líka sanngjarn í því sem hann segir, þó að margir „virkir í athugasemdum“ gætu verið ósammála. Það er einmitt fyrirbæri sem hann tekur fyrir í sýningunni Humanity: fólk sem notast við athugasemdakerfi og samfélagsmiðla, einkum Twitter, til að tjá skoðanir sínar hugsunarlaust. Það gerir hann á bæði fyndinn og áhugaverðan hátt og þetta er greinilega eitthvað sem hann hefur pælt mikið í enda orðið fyrir barðinu á mörgum ósanngjörnum „virkum“ í gegnum tíðina. Eldborgarsalur var pakkfullur á fimmtudagssýningu Gervais og áhorfendur virtust himinlifandi með sýningu hans. Í lokin var hann klappaður upp og kom hann þá aftur upp á svið, einlægur og þakklátur. Hann tók fram að hans ásetningur væri ekki að móðga eða hneyksla, bara að vekja athygli á ýmsum málefnum, misalvarlegum, með því að koma fólki til að hlæja. Og það er nákvæmlega það sem hann gerði.Niðurstaða: Auðvitað fær maðurinn fullt hús stiga því hann gerir það sem hann gerir svo vel og fagmannlega og stóðst klárlega væntingar. Gagnrýni Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar? Gervais gerði ekkert byltingarkennt í uppistandi sínu í Hörpu. En það var líka algjör óþarfi því það sem hann gerir, það gerir hann svo vel og fagmannlega þannig að maður fær nákvæmlega það sem maður býst við að fá. Gervais var greinilega búinn að gera smá heimavinnu áður en hann steig á svið á Hörpu og kom aðeins inn á íslensku þjóðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Hann virtist innilega sáttur með að vera hér á landi og áhugasamur og þakklátur fyrir hlýjar móttökur. En talandi um heimavinnu, það er einmitt það sem hann gerir svo vel. Hann vinnur heimavinnuna sína og gerir ekki grín af neinu nema vita hvað hann er að tala um. Það fer ekki á milli mála að Gervais er fróður og áhugasamur um allt það sem hann fjallar um í sýningum sínum. Hann segir vissulega marga grófa brandara en þeir hafa alltaf einhvern boðskap. Og ég tel að jafnvel þó hann væri ekki fyndinn fyrir fimm aur þá myndi hann samt sem áður ná að halda athygli áhorfenda þar sem það sem hann segir er oftar en ekki afar áhugavert. Gervais er líka sanngjarn í því sem hann segir, þó að margir „virkir í athugasemdum“ gætu verið ósammála. Það er einmitt fyrirbæri sem hann tekur fyrir í sýningunni Humanity: fólk sem notast við athugasemdakerfi og samfélagsmiðla, einkum Twitter, til að tjá skoðanir sínar hugsunarlaust. Það gerir hann á bæði fyndinn og áhugaverðan hátt og þetta er greinilega eitthvað sem hann hefur pælt mikið í enda orðið fyrir barðinu á mörgum ósanngjörnum „virkum“ í gegnum tíðina. Eldborgarsalur var pakkfullur á fimmtudagssýningu Gervais og áhorfendur virtust himinlifandi með sýningu hans. Í lokin var hann klappaður upp og kom hann þá aftur upp á svið, einlægur og þakklátur. Hann tók fram að hans ásetningur væri ekki að móðga eða hneyksla, bara að vekja athygli á ýmsum málefnum, misalvarlegum, með því að koma fólki til að hlæja. Og það er nákvæmlega það sem hann gerði.Niðurstaða: Auðvitað fær maðurinn fullt hús stiga því hann gerir það sem hann gerir svo vel og fagmannlega og stóðst klárlega væntingar.
Gagnrýni Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira