Úrelt pólitík Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Þáverandi forsætisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru brosmild þegar þau tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014 ásamt Magnúsi Garðarssyni þáverandi framkvæmdastjóra og stærsta hluthafa fyrirtækisins. Það var mikið klappað og fagnað enda langþráður draumur að rætast að fá verksmiðju í Helguvík í staðinn fyrir álverið sem var aldrei byggt. Og í hverju fólst þessi draumur stjórnmálamanna á Suðurnesjum og annarra sem börðust fyrir verkefninu? Ráðist var í milljarða útgjöld hins opinbera til að tryggja sextíu varanleg störf í verksmiðjunni. Hvaða ætli það taki íslenska ferðaþjónustu langan tíma að skapa sextíu ný störf? Tvo mánuði? Umhverfisstofnun hefur stöðvað starfsemi kísilversins í Helguvík vegna ítrekaðra kvartana undan mengun. Óvíst er hvort eða hvenær kísilverið opnar á ný og ekki liggur fyrir hvaða efni frá verinu hafa stuðlað að viðvarandi ólykt í Reykjanesbæ og líkamlegum einkennum hjá íbúum. Kísilverið í Helguvík var fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi en stjórnvöld hafa líka greitt götu kísilvers PCC á Bakka og kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Beinn kostnaður skattgreiðenda vegna fyrirhugaðrar verksmiðju PCC á Bakka hleypur á milljörðum króna. Það var svo niðurstaða Skipulagsstofnunar að verksmiðja Silicor Materials á Grundartanga væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skyldi hún ekki vera háð mati á umverfisáhrifum. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið mál sem Kjósarhreppur, Umhverfisvaktin, íbúar í Hvalfirði og aðrir eigendur fasteigna í Hvalfirði hafa höfðað til að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar. Meðal annars er byggt á því að niðurstaða stofnunarinnar sé efnislega röng. Framleiðsluafurðin sólarkísill sé eiginlegur hrámálmur og framleiðsluaðferðin felist í hreinsun á kísil með því að bræða hann í fljótandi áli. Þannig sé um að ræða frumframleiðslu eða endurbræðslu á málmum sem sé alltaf háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum hafa lagt mikið á sig til að afla pólitísks stuðnings fyrir útgjöldum skattgreiðenda til að „skapa störf“ í orkufrekum iðnaði á Íslandi á 21. öldinni. Í landi þar sem auðlindir eru miklar, menntunarstig er hátt og til staðar er gnægð tækifæra til verðmætasköpunar. Það er líka útbreidd ranghugmynd hjá stjórnmálamönnum að þeir eigi að skapa störf. Stjórnmálamenn eiga að skapa umgjörð fyrir sanngjarnar og réttlátar leikreglur í samfélaginu svo fyrirtæki geti skapað verðmæti og keppt sín á milli á jafnréttisgrundvelli. Í einhverjum tilvikum eru tímabundnir skattafslættir réttlætanlegir til að laða hingað vinnuafl sem skortur er á. Til dæmis í hátæknigeiranum. En þau vinnubrögð að verja háum fjárhæðum úr vasa skattgreiðenda til að greiða götu orkufreks iðnaðar til þess að skapa störf í verksmiðjum á Íslandi er úrelt pólitík sem tilheyrir fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Þáverandi forsætisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru brosmild þegar þau tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014 ásamt Magnúsi Garðarssyni þáverandi framkvæmdastjóra og stærsta hluthafa fyrirtækisins. Það var mikið klappað og fagnað enda langþráður draumur að rætast að fá verksmiðju í Helguvík í staðinn fyrir álverið sem var aldrei byggt. Og í hverju fólst þessi draumur stjórnmálamanna á Suðurnesjum og annarra sem börðust fyrir verkefninu? Ráðist var í milljarða útgjöld hins opinbera til að tryggja sextíu varanleg störf í verksmiðjunni. Hvaða ætli það taki íslenska ferðaþjónustu langan tíma að skapa sextíu ný störf? Tvo mánuði? Umhverfisstofnun hefur stöðvað starfsemi kísilversins í Helguvík vegna ítrekaðra kvartana undan mengun. Óvíst er hvort eða hvenær kísilverið opnar á ný og ekki liggur fyrir hvaða efni frá verinu hafa stuðlað að viðvarandi ólykt í Reykjanesbæ og líkamlegum einkennum hjá íbúum. Kísilverið í Helguvík var fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi en stjórnvöld hafa líka greitt götu kísilvers PCC á Bakka og kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Beinn kostnaður skattgreiðenda vegna fyrirhugaðrar verksmiðju PCC á Bakka hleypur á milljörðum króna. Það var svo niðurstaða Skipulagsstofnunar að verksmiðja Silicor Materials á Grundartanga væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skyldi hún ekki vera háð mati á umverfisáhrifum. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið mál sem Kjósarhreppur, Umhverfisvaktin, íbúar í Hvalfirði og aðrir eigendur fasteigna í Hvalfirði hafa höfðað til að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar. Meðal annars er byggt á því að niðurstaða stofnunarinnar sé efnislega röng. Framleiðsluafurðin sólarkísill sé eiginlegur hrámálmur og framleiðsluaðferðin felist í hreinsun á kísil með því að bræða hann í fljótandi áli. Þannig sé um að ræða frumframleiðslu eða endurbræðslu á málmum sem sé alltaf háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum hafa lagt mikið á sig til að afla pólitísks stuðnings fyrir útgjöldum skattgreiðenda til að „skapa störf“ í orkufrekum iðnaði á Íslandi á 21. öldinni. Í landi þar sem auðlindir eru miklar, menntunarstig er hátt og til staðar er gnægð tækifæra til verðmætasköpunar. Það er líka útbreidd ranghugmynd hjá stjórnmálamönnum að þeir eigi að skapa störf. Stjórnmálamenn eiga að skapa umgjörð fyrir sanngjarnar og réttlátar leikreglur í samfélaginu svo fyrirtæki geti skapað verðmæti og keppt sín á milli á jafnréttisgrundvelli. Í einhverjum tilvikum eru tímabundnir skattafslættir réttlætanlegir til að laða hingað vinnuafl sem skortur er á. Til dæmis í hátæknigeiranum. En þau vinnubrögð að verja háum fjárhæðum úr vasa skattgreiðenda til að greiða götu orkufreks iðnaðar til þess að skapa störf í verksmiðjum á Íslandi er úrelt pólitík sem tilheyrir fortíðinni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun