Lego City Undercover: Hetjulöggan Chase McCain kemur til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2017 11:00 Chase McCain er draumalögga níunda áratugarins. Hinn bíræfni glæpamaður Rex Fury er flúinn úr fangelsi og herjar nú aftur á Lego City. Ofurlöggan Chase McCain er dreginn til baka eftir tveggja ára fjarveru til þess að stöðva hann. Til þess beitir Chase öllum dulargervum og öllum helstu brögðum löggumynda frá níunda og tíunda áratugunum. Það er Lego City Undercover í hnotskurn. Leikurinn var áður gefinn út fyrir Nintendo Wii U árið 2013, en var uppfærður fyrir nýjustu tölvurnar og PC fyrr í mánuðinum. Undirritaður spilaði leikinn í PS4. Með nýju útgáfunni hefur verið opnað fyrir samspilun og geta tveir vinir nú spilað leikinn saman og upplifað sína eigin „Buddy-Cop“ mynd. Færið ykkur Riggs og Murtaugh.Það besta við LCU er án efa sagan. Hún er auðvitað barnaleg, hallærisleg og fyrirsjáanleg á köflum, en á góðan hátt og hún á að vera það. Þessi leikur er kjörinn fyrir þá þá eldri að spila með börnum sínum, enda er mikið um grín og gaman fyrir þá eldri, sem hinir yngri munu líklegast ekki skilja. Það kom reglulega fyrir að ég hló upphátt og mikið að leiknum.(Ég mæli sérstaklega með þessum Shawshank/Morgan Freeman brandara) Borgin Lego City er stór og umfangmikil. Hún er nokkurs konar samblanda af helstu borgum Bandaríkjanna, en þar er einnig að finna annars konar svæði, eins og sveitir og fjöll. Það er mikið líf í borginni og hægt að ferðast um hana í fjöldanum öllum af farartækjum. Eftir sögunni lýkur er af nógu að taka og hægt er að spila öll borð aftur og sækja hluti sem ekki var hægt að sækja áður. Jafnvel of mikið, þar sem þetta virðist endalaust. Chase finnur ýmis dulagervi í leiknum sem nýtast við mismunandi tækifæri. Þjófurinn getur opnað hurðir og öryggisskápa, námumaðurinn getur meðhöndlað sprengiefni og svo framvegis. Einnig er að hægt að finna ný farartæki, en bílar eru frekar ósammvinnuþýðir í beygjum og geta reynst manni erfiðir. Þá er einnig hægt að setja út á sjónarhorn leiksins. Oft á tíðum átti ég erfitt með að sjá hvert ég var að fara með hann Chase. Annars er í raun lítið hægt að setja út á Lego City Undercover. Tónlistin er skemmtileg og talsetning er þrusugóð. Þá er spilunin einnig skemmtileg og svo eru sagan og grínið það besta við leikinn. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Hinn bíræfni glæpamaður Rex Fury er flúinn úr fangelsi og herjar nú aftur á Lego City. Ofurlöggan Chase McCain er dreginn til baka eftir tveggja ára fjarveru til þess að stöðva hann. Til þess beitir Chase öllum dulargervum og öllum helstu brögðum löggumynda frá níunda og tíunda áratugunum. Það er Lego City Undercover í hnotskurn. Leikurinn var áður gefinn út fyrir Nintendo Wii U árið 2013, en var uppfærður fyrir nýjustu tölvurnar og PC fyrr í mánuðinum. Undirritaður spilaði leikinn í PS4. Með nýju útgáfunni hefur verið opnað fyrir samspilun og geta tveir vinir nú spilað leikinn saman og upplifað sína eigin „Buddy-Cop“ mynd. Færið ykkur Riggs og Murtaugh.Það besta við LCU er án efa sagan. Hún er auðvitað barnaleg, hallærisleg og fyrirsjáanleg á köflum, en á góðan hátt og hún á að vera það. Þessi leikur er kjörinn fyrir þá þá eldri að spila með börnum sínum, enda er mikið um grín og gaman fyrir þá eldri, sem hinir yngri munu líklegast ekki skilja. Það kom reglulega fyrir að ég hló upphátt og mikið að leiknum.(Ég mæli sérstaklega með þessum Shawshank/Morgan Freeman brandara) Borgin Lego City er stór og umfangmikil. Hún er nokkurs konar samblanda af helstu borgum Bandaríkjanna, en þar er einnig að finna annars konar svæði, eins og sveitir og fjöll. Það er mikið líf í borginni og hægt að ferðast um hana í fjöldanum öllum af farartækjum. Eftir sögunni lýkur er af nógu að taka og hægt er að spila öll borð aftur og sækja hluti sem ekki var hægt að sækja áður. Jafnvel of mikið, þar sem þetta virðist endalaust. Chase finnur ýmis dulagervi í leiknum sem nýtast við mismunandi tækifæri. Þjófurinn getur opnað hurðir og öryggisskápa, námumaðurinn getur meðhöndlað sprengiefni og svo framvegis. Einnig er að hægt að finna ný farartæki, en bílar eru frekar ósammvinnuþýðir í beygjum og geta reynst manni erfiðir. Þá er einnig hægt að setja út á sjónarhorn leiksins. Oft á tíðum átti ég erfitt með að sjá hvert ég var að fara með hann Chase. Annars er í raun lítið hægt að setja út á Lego City Undercover. Tónlistin er skemmtileg og talsetning er þrusugóð. Þá er spilunin einnig skemmtileg og svo eru sagan og grínið það besta við leikinn.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira