Thelma Dís Ágústsdóttir spilaði frábærlega fyrir Keflavík sem varð Íslandsmeistari í körfubolta í sextánda sinn eftir sigur á Snæfelli á miðvikudaginn.
Thelma Dís fetaði þar með í fótspor móður sinnar, Bjargar Hafsteinsdóttur, sem varð margoft Íslandsmeistari með Keflavík á árum áður. Björg er í dag liðsstjóri Keflavíkurliðsins og fylgdi dóttur sinni því á þessari vegferð.
„Í bikarúrslitunum var það draumurinn að hún fengi að upplifa það að vinna stóran titil. Ég veit ekki hvort það er hægt að útskýra þetta, þegar maður hefur upplifað þetta sjálfur langar mann að börnin manns upplifi það líka,“ sagði Björg í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson sem var sýnt á eftir kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
„Ég var með hnút í maganum í þessari úrslitakeppni en segi aldrei neitt né læt á neinu bera. En það er ótrúlega erfitt að útskýra þetta. Þetta er æðisleg tilfinning og æðislegt að sjá þetta gerast.“
Thelma Dís spilaði vel í deildakeppninni og enn betur í úrslitakeppninni þar sem hún sprakk út.
„Ég held ég hafi farið að horfa meira á körfuna eftir því sem leið á tímabilið. Stelpurnar leituðu meira inn á mig og þetta varð auðveldara,“ sagði Thelma Dís.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaramæðgur ræddu við Kjartan Atla | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn
Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld.

Ungar en bestar allra
Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.

Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti
Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta.

Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum
Thelma Dís Ágústsdóttir er orðin Íslandsmeistari eins og mamma hennar varð margoft.

Erna: Get ekki lýst tilfinningunni
Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni.