Fékk 15 ára dóm fyrir að sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 14:01 Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent