Fékk 15 ára dóm fyrir að sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 14:01 Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent